Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 22
2 föstudagur 18. september núna ✽ fylgist vel með augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Ritstjórn Anna M. Björnsson Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 Opið v i rka daga 900 - 1800 Laugardag 900-1300 Arnar, Aníka og Mat t i bjóða ykkur velkomin þetta HELST helgin MÍN EFTIR VINNU Á FÖSTUDAG fer ég í skólann á Bifröst en það er fyrsta vinnuhelgi vetrarins í náminu mínu. Ég er mjög spennt yfir að hitta skólafélaga mína aftur því við eyddum lunganu úr sumrinu saman á Bifröst. Eftir nokkra fyrirlestra fer ég í bæinn á laugardag þar sem ég tek þátt í leynilegri skemmtidagskrá nokkurra-stelpna-mafíu sem endar með ind- versku matarboði. Ætli ég reyni ekki að vera góð mamma á sunnudaginn. RITSTÝRA FRANSKA VOGUE, CARINE ROITFELD mætti glæsi- lega til fara á tískuvikuna í New York sem nú stendur yfir. Saga í Dazed & Confused Ljósmyndaneminn Saga Sigurðar- dóttir er að gera það gott í Lond- on þar sem hún hefur myndað fyrir hin ýmsu tískutímarit. Nýjasta rósin í hnappagatið er þó glæsilegur tískuþáttur sem hún myndaði fyrir hipp og kúl-blaðið Dazed and Con- fused. Saga er ekki einu sinni út- skrifuð úr skólanum enn þá þannig að búast má við stórum hlutum frá henni í framtíðinni. Pétur slær í gegn Tónlistarmaðurinn Pétur Eyvinds- son, betur þekktur sem DJ Music- ian, sló rækilega í gegn um síðustu helgi á Bakk- usi þar sem hann hélt útgáfuteiti á plötunni Sehr Gut Cocktail. Marg- menni dansaði við þýska- landsskotið gleðiteknó og mátti þar sjá Sig- trygg Berg Sig- marsson listamann, Björn og Einar Sonic í Singa- pore Sling, Haf- stein Mikael list- málara, Þorgeir Guðmundsson kvikmyndagerðar- mann, Gylfa Blön- dal, Snorra Ásmunds- son og Söru Björns- dóttur. „Þetta verður örugglega mega stemning,“ segir Heiða Birgisdóttir, kennd við Nikita, um sameiginlegt partí GusGus og Nikita á laugardagskvöldið. Partíið verður haldið í tilefni af opnun verslunar Nikita að Laugavegi 56 og útgáfu nýrrar breiðskífu frá GusGus. Á bak við verslunina er skemmti- legur bakgarður þar sem tónleikarnir fara fram. Partíið byrjar klukkan níu og Heiða hvetur fólk til að mæta tímanlega, því tónleikarnir byrji fljótlega upp úr því. Opið verður inn í verslunina svo gestir geta skoðað hvað Nikita hefur að bjóða. Í nýju versluninni verður til sölu bæði hversdagsfatnaður og snjóbretta- föt. Heiða er ánægð með að komið sé að opnun. „Við finnum það að marg- ir eru mjög spenntir fyrir þessu. Við verðum með stóran hluta af línunni okkar, bæði „street wear“ og snjóbrettaföt.“ - hhs Margt um að vera í bakgarðinum á Laugavegi 56: GusGus og Nikita halda partí á laugardag Þ etta er nú hálfgerður einkahúmor hjá okkur,“ útskýrir Óli Hjörtur Ólafsson, skemmtanastjóri hjá Jacobsen, en hann ætlar ásamt vinkonu sinni, Ernu Berg- mann að halda „skinkupartí“ á laugardags- kvöldið. Þeim til skýringar sem ekki kannast við hugtakið skinka þá er það orð notað yfir ljósbrúna, litaða og léttklædda tegund af kven- manni, svona svipað og hnakki er fyrir karlkyn- ið. „Við Erna höfum oft djókað með þetta hug- tak, eins og til dæmis „að skinka sig upp“ fyrir djammið og datt í hug að slá þessum djók upp í allsherjarpartí. Við verðum með skinkusalat á boðstólum með Ritz-kexi og erum alvarlega að spá í að brúnka okkur upp fyrir kvöldið. Við verðum svo með „skinku-off“ keppni þar sem besta og mesta skinkan fær vegleg verð- laun.“ Erna veit ekki hvort hún muni leggja í allsherjar skinkulúkk. „ Ég kannski mála mig aðeins skinkulegra en vanalega,“ segir hún og skellihlær. Tónlistin er að sjálfsögðu í færum höndum Óla Hjartar og Ernu. „Hún verður allur skalinn af því sem skinkur myndu venjulega hlusta á,“ útskýrir Óli Hjörtur. „Þetta verður R&B og alls konar en ekkert jaðarrokk, skinkur vilja ekki svoleiðis.“ Aðspurður hvort hann að- hyllist venjulega skinkulúkkið fyrir konur neit- ar hann því. „Nei, ég myndi alls ekki mæla með því. Að vera skinka er svona botninn á hallær- islegheitunum.“ - amb Partíið hefst á Jacbobsen, Austurstræti á miðnætti og það kostar 500 krónur inn. ERNA BERGMANN OG ÓLI HJÖRTUR HALDA SKINKUPARTÍ Á JACOBSEN ERUM ALVARLEGA AÐ SPÁ Í BRÚNKUMEÐFERÐ Myndu ekki mæla með skinkulúkkinu Erna og Óli Hjörtur verða í góðu stuði á laugardagskvöldið á Jacobsen. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nikitagarðurinn Opnunarteiti Nikita og útgáfutónleikum GusGus verður slegið saman í eitt gott partí að Laugavegi 56 á laugardagskvöld. MYND/NIKITA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.