Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 19

Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 19
SPEGILLINN 79 þrisvar á sódakranann, reif tygg-jó út úr sjálf- salanum og loks slagaði hann út á götuna, og tók hana krus og þvers, sem heldur ekki var að furða, eftir þrettán sódavötn. — Glæpir; Glæpir! hvæsti hann. — Það eru glæpirnir, sem ég vil! Og nú tók hann eftir því, að fótgangandi menn viku úr vegi fyrir honum með virðingu. A götuhorninu stóð lögregluþjónn. Hezekías greip stein úr gangstéttinni og fleygði honum beint á kjammann á löggunni. Löggan brosti til hans glettnislega og hristi síðan fingurinn að honum í ávítunar skyni. Þetta var sá sami, sem hafði barið hann forð- um, fyrir að spyrjast til vegar. Hezekías hélt áfram leiðar sinnar og var nú uppfullur af þessari nýju hugmynd sinni, glæp- unum. Eftir nokkra stund kom hann að glys- varningsbúð, þar sem glugginn var allur full- ur af jólagjöfum. — Ég þarf að fá skammbyssu, sagði hann. — Sjálfsagt, herra minn, sagði búðarmað- urinn. Ætti það að vera til að fara með í kvöldsamkvæmi, eða óbreytt og alvanaleg til heimilisnotkunar? Hér er ágætis familíubyssa, en þér viljið kannske heldur eina, sem flytur til nágrannans? Hezekías valdi sér byssu og fór út. — Jæja þá, sagði hann við sjálfan sig. — Nú er bezt að brjótast inn í hús og ná sér í peninga. Hann valdi sér fínasta íbúðarhúsið, sem þarna var í grenndinni og hringdi dyrabjöll- unni. Þjónn í einkennisbúningi kom fram úr upp- lýstum forsalnum. — Hvar er húsbóndi þinn? spurði Hezekías og sýndi honum byssuna. — Hann er uppi á lofti að telja peningana sína og vill ekki láta ónáða sig, svaraði þjónn- inn. — Vísaðu mér til hans, sagði Hezekías, — ég ætla að skjóta hann og taka peningana hans. — Sjálfsagt, herra, sagði þjónninn kurteis- lega. — Þér finnið hann uppi á næstu hæð. Hezekías sneri sér við og skaut þjóninn tvisvar gegnum einkennisbúninginn og gekk síðan upp. í herbergi einu uppi á loftinu sat gamall maður við borð, með leslampa á, en fyrir framan hann var hrúga af gullpeningum. Þessi gamli maður var með kjánalegan góð- vildarsvip á andlitinu. — Hvað ert þú að gera? spurði Hezekías. — Ég er að telja peningana mína, svaraði gamli maðurinn. — Hvers stands maður ert'þú? spurði Heze- kías hrottalega. — Ég er mannvinur, og gef peningana mína til góðgjörðastarfsemi. Ég læt smíða heiðurs- peninga og veiti þá fyrir hetjudáðir. Ég veiti skipstjórum, sem kasta sér í sjóinn, verðlaun, og eins slökkviliðsmönnum, sem leggja sig í lífshættu við að kasta fólki út um glugga. Ég sendi ameríska trúboða til Kína, kínverzka trúboða til Indlands og indverzka trúboða til Chicago. Ég stofna sjóði til að forða háskóla- prófessorum frá hungurdauða, þegar þeir ættu ekki betra skilið. — Nóg af þessu, sagði Hezekjas. — Þú átt skilið að deyja. Stattu upp! Opnaðu munninn og lokaðu augunum! Gamli maðurinn gerði eins og fyrir hann var lagt. Þá varð bylminghvellur og gamli maðurinn féll til jarðar. Hann hafði fengið skotið gegn- um vestið og axlaböndin hans voru ekki annað en tætlur. Glæpsemin skein út úr augum Hezekíasar er hann tróð vasa sína fulla af gullpeningum. Nú varð hávaði og uppþot á götunni fyrir utan húsið. — Lögreglan! sagði Hezekías við sjálfan sig. — Ég verð að kveikja í húsinu og komast burt, þegar allt er komið í uppnám. Hann kveikti á eldspýtu og bar hana að borðfæti þarna inni. En borðfóturinn var eldtraustur og neitaði algjörlega vendingu að láta kveikja í sér. Þá reyndi hann hurðina. Hún var líka eldtraust. Þá reyndi hann bókaskápinn og bækurnar. Sömuleiðis - eldtraust. Allt þarna inni virtist vera eldtraust. Náhvítur af reiði reif Hezekías af sér gúmmíflibbann og kveikti í honum. Sveiflaði honum yfir höfði sér. Hvæsandi eldtungumar stóðu út úr hverjum glugga hússins. — Eldur! Eldur! var öskrað úti á götunni. Hezekías tók á rás til dyranna og fleygði logandi flibbanum niður lyftugöngin, og á sama vetfangi stóð lyftan og vírarnir í björtu báli, síðan kviknaði í hurðalásunum og loks í steingólfinu. Allt í björtu báli og reykjarsúl- urnar læstu sig út um hvert gat. — Eldur! Eldur! æpti múgurinn. Hefur þú, lesandi góður, nokkurntíma séð eldsvoða í stórri borg? Það er dásamleg sjón. Manni verður það ljóst, að þótt borgin sé víð- áttumikil og hræðileg, nær mannlegt skipulag hámarki sínu, þegar svona stendur á. Varla var eldurinn tekinn að geisa þegar allt var gert, sem hægt var til að hefta út- breiðslu hans. Langar raðir af mönnum réttu vatnsfötur hönd úr hendi. Vatninu var skvett á framhliðar næstu húsa og á götuna, enn- fremur á símastaura, auk þess sem heill öldu- sjór af því lenti á áhorfendunum, sem allir voru í mestu æsingu og því ekki vanþörf á vætunni. Allt umhverfi brunans var bókstaf- lega gegndrepa af vatninu, og mennirnir unnu eins og hestar. Vélstigi var reistur upp og náði sextán fet eða sautján upp í loftið. Einn hugprúður maður klifraði upp í hann og dró upp fötu eftir fötu af vatni. Hann hélt jafn- væginu, eins og æfðum slökkviliðsmanni sómdi, þarna efst í stiganum og skvetti úr fötunum yfir múginn allt í kring og lét jafnt ganga yfir alla. Eldurinn geisaði í hálfa klukkustund. Heze- kías stóð við einn gluggann í húsinu alelda. Hann hafði varla við að hlaða skammbyssuna og tæma jafnharðan innihald hennar út í mannþröngina. Honum var svarað með hundruðum skamm- byssna neðan frá strætinu. Þetta stóð aðra klukkustund, og margir menn urðu næstum fyrir skothríðinni — sem auðvitað hefði drepið hvern þann, er fyrir hefði orðið. En þegar logarnir tóku að dvína, ruddist hópur lögreglumanna inn í dauðadæmt húsið. Hezekías fleygði frá sér skammbyssunni og tók móti lögreglunni með krosslagða arma. — Hezekías Heyloft! sagði lögreglustjórinn, — ég tek yður fastan fyrir morð, innbrot, íkveikju og landráð. Þér hafið varizt hraust- lega, kall minn, og mér þykir þetta leiðinlegt, en hinsvegar verð ég að gera skyldu mína og taka yður fastan. Þegar Heyloft kom út úr húsinu, gullu við húrrahrópin frá múgnum. Sönn hugprýði á jafnan góðar viðtökur vísar hjá almenningi. Nú var Heyloft settur upp í bíl og þotið með hann á lögreglustöðina. Á leiðinni stakk lögreglustjórinn að honum vasapela og vindli. Og svo skröfuðu þeir um það, sem gerzt hafði. Heyloft varð það brátt ljóst, að nú var hamingjan að verða honum hliðhollari en áður hafði verið, og að nýtt líf var framundan. Hann var ekki lengur fyrirlitinn ræfill. Hann var orðinn meðlimur í glæpastétt Ameríku. Þegar á stöðina kom, vísaði lögreglustjórinn Hezekíasi til herbergis hans. — Ég vona, að þú kunnir vel við þig í þessu herbergi, sagði hann, hálf-feimnislega. — Við höfum ekki annað betra í kvöld. En á morgun get ég útvegað þér annað betra, með baði, en svona alveg undirbúningslaust var ekki hægt að láta þig hafa neitt skárra en þetta, og ég vona, að þú gerir þér það að góðu í bili. Að svo mæltu bauð hann góðar nætur og fór út. En andartaki seinna kom hann aftur. — Hvernig er það með morgunmatinn? sagði hann. — Viltu fá hann í herbergið, eða viltu borða með okkur í borðsalnum. Ekki tala ég um hvað öll stéttin hlakkar til að hitta þig.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.