Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 5

Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 5
FEBRÚAR 1958 33. ÁRGANGUR JAYNE MANSFIELD, hin ágæta kynferðissprengja Breta, sem þeir hafa kallað „svarið til Marilyn Monroe“ ( afþví að hún hefnr stælt Mari- lyn litlu), hefur nú gengið í hjónaband, sem mun vera hennar fyrsta; að minnsta kosti fylgir fregninni engin tafla yfir fyrri eiginmenn liennar. — Sá lukkulegi heitir Mickey og verður væntanlega kallaður Mansfield að eftimafni. Hefur liann það helzt til síns ágætis að hafa alizt upp á Atlaskerfinu og hlotið verðlaun fyrir mikla vöðva. Hinsvegar mun ekki neinni sál vera fyrir að fara, og er jafngott. tJTGERÐARMENN í Noregi sýna sig nú loks að hafa bjargað lífi Gerhardsens úr hinum illræmdu fanga- hi'iðum í Sachsenhausen, en hingað til hef- ur það verið látið svo heita, að björgunin hafi verið Pétri Albin og Tanner hintun finnska að þakka. Létu útgerðarmennirn- ir Gerhardsen fljóta með, þegar þeir voru að múta einni nazistabullunni til að láta einn af þeirra eigin mönum lausan, en ekki varð þetta drengskaparbragð þeirra til móralsks uppsláttar út á við, fyrr en nú. En sannleikurinn hefur komið í ljós í sam- bandi við þá stefnu íhaldsins í öllurn löndum að hygla hægrikrötum eftir mætti, og geira þá að íhaldsmönnum. SÉRFRÆÐINGAR ætla nú að fara að rannsaka bein Eiríks ins fjórtánda með því nafni, Svíakonimgs, þar sem grunur leikur á, að hann hafi ver- ið drepinn á eitri, en nú vilja þeir hafa allan og óskertan sannleikann í sambandi við nýja útgáfu af Svíþjóðarsögu, sem á að fara að koma út og þeir kæra sig ekki um a þurfa að rífa arkir úr, eins og þeir gera í Sovéttinu, þegar valdamenn þar gera af sér einhverja skömmina. Það er annars ekki andskotalaust með þessa kóngauppgrefti þar í landi. Fyrir nokkr- um árum grófu þeir upp Karl XII., til þess að komast að því, livort hann hefði verið kvenmaður, en eitthvað hefur verið hljótt um árangurinn af þeirri raimsókn. Er þessi hnýsni orðin svo hvimleið, að núverandi kóngur er sagður góður með að láta bara brenna sig. þegar þar að kemur. í BIRGÐAMÁLARÁÐUNEYTINU brezka bar svo til fyrir nokkru, að hátt- setur kvenmaður, sem þar vinnur og hét Irene Ferguson, tilkynnti einn daginn, er liún kom í vinnuna, að hún væri karlmað- ur og héti framvegis Jónatan. En þessu fylgdi sá böggull, að Jónatan hefur tals- vert liærra kaup en Irene hafði, og gekk kauphækkunin auðvitað í gildi samstundis. Málið koin fyrir þingið, sem leit það mjög alvarlegum augum, með tilliti til ríkissjóðs- ins, sem hefur nóg á sinni könnu, þó að ekki bætist við svona áföll. Oss finnst að Bretinn vinni sér óþarflega erfitt, hér sem oft endranær. Hér á landi hefði það verið kappnóg til hækkunar að skipta bara um flokk og láta kynið alveg eiga sig. KRÓNPRINSESSA DANA sem verður að forfallalausu 18 ára í vor, ó af því tilefni að fá 75 þúsund krónur í árs kaup, þangað til hún verður 21 árs en 10C þúsund úr því. Er þetta klókindatrikk hjá danskinum, því að flestar alvöruprinsessur álfunnar eru óútgengnar, og er því fjárveit- ing þessi gerð í auglýsingarskyni. Eftirtekt- arvert er það að láta kaupið liækka eftir því sem aldurinn færist yfir og sjansarnir minnka. Sumir hér á landi liafa verið að lirista liöfuðið yfir þessu og þykir kaupið lágt, en aðgætandi er, að hér er um að ræða danskar krónur, er kosta að minnsta kosti 5 Eysteinskrónur á svörtum, og gætu meira að segja hækkað enn meira. JÓI LOUIS sem var fyrir nokkrum árum miklu fræg- ari en Krúséff og álíka frægur og Eden; þó ekki fyrir heimspólitiska starfsemi, lieldur fyrir að liafa gefið mönnum á kjaft- inn, er nú orðinn 44 ára gamall, og hefur það verið reiknað út fyrir hann — því að auðvitað er liann sjálfur óreiknandi — að liann þurfi að verða 106 ára gamall til þess að losna úr skattaskuldum þeim, er hann stofnaði til á velmaktardögum sín- um. Er eitthvað tortryggilegt við þennan útreikning, þar sem Jói liefur nú ekki nema 4800 dala tekjur á ári. Þær hefur liaim af mjólkuríssjoppu, og má af þvf ráða, að Jói sé framsóknarmaður.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.