Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 13

Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 13
5PEBILLINN 37 þarna austur í Sýrlandi, sem er einmitt þessa dagana að ofurselja sig honum Nasser með húð og hári, og fær víst ekki einusinni undirtyllustöðu í nýja ríkinu. — Ég er að koma af listsýningu, sagði ég, til þess að komast burt frá pólitíkinni, sem flestir vilja hvíla sig frá, þessa dagana. — Það var leiktjaldasýning hjá honum Sigfúsi og honum Magnúsi. — O, ég er nú ekkert uppnæmur fyrir því, svaraði rakarinn minn. — Sjálfur var ég á leiktjaldasýn- ingu hjá Ihaldinu fyrir nokkru, og það voru svokölluð Potemkin-leik- tjöld, sem þykja allra leiktjalda bezt. — Er ekki alþingisbissnissinn neitt byrjaður hjá þér enn? spurði ég, því að það var vonlaust verk að koma rakaranum mínum burt frá pólitíkinni. — Jæja, lítið kveður nú að því, en vonandi fer það eitthvað að glæðast. Þessi tími milli bæjar- stjórnarkosninganna og þingsins er hjá mér einskonar stund á milli stríða. — Jæja, er það heldur rólagt eins og er? — Já, og veitir ekki af. „Ein- hverntíma verð ég að hafa tóm til að brýna busana, áður en Þing- mennirnir fara að koma. Reyndar er þetta nú bara framhaldsþing; ekki einusinni messað yfir hausa- mótunum á þeim, svo að mig grun- ar nú hálfgert, að einhverjir þeirra svindli og fari órakaðir. Það er aldrei að vita, hvar maður hefur þessa þjálfuðu stjórnmálamenn. Ég get sagt þér eina grínagtuga sögu af þessháttar. Hér kom um daginn sveitamaður, allur á kafi í órækt. Það kostaði þrjá hnífa og tvennar klippur að ná því mesta af honum, en þegar því var lokið, sá ég að þarna var kominn enginn annar en hann Hannes minn á Undir- felli. Ég fór að spyrja hann um þessa útrústningu hans — því að hann var með sokkana utanyfir, auk heldur annað — og þá kom í ljós, að hann hafði flúið höfuð- staðinn um stundar sakir, vegna úlfaþytsins, sem íhaldið gerði út af gulu bókinni. — Já, hvað sagði hann um gulu bókina ? — Aðallega það, að þetta hefði nú aldrei verið bók og sízt af öllu gul. Þetta, hefðu verið minnisgrein- ar, sem hann var að hripa upp sér til gamans, einusinni þegar lít- ið var að gera, og gengu út á það, hvernig hann vildi - hafa höfuð- borgina þegar vinstriflokkarnir hefðu unnið hana og hann sjálfur væri orðinn borgarritari. Svo kom þarna einhver íhaldsmaður og plat- aði hann í poker, en notaði um leið tækifærið til að stela handritinu, og þá geturðu farið nærri um fram- haldið. Enda sór hann sig og sárt við lagði, að hann skyldi aldrei snerta spil með íhaldinu framar. Rakarinn minn rétti úr hryggn- um og horfði um leið út um glugg- ann. — Tuttugu og tvær krónur, takk! sagði hann. — Við skulum slíta þessum umræðum. Mér sýnist ekki betur en sjálfur Hannes sé að koma þarna og er sprottinn aftur. Láttu sem minnst á þér bera; hann er orðinn svo var um sig. Ilialdsforingjarnir eru að ærast o" verða trylltari t áróðri sinum með hverjuni degrtnum sem líður. Jafnvel saklaus skuUhiirnin fá ekki að vera i friði fyrir þessutn ofstaekismöunum og fereldrar þeirra, ef þeir vilja ekki stvðja óstjórn ihaldsins á Reykjavík. kailaðir: Hildirfðar- svnir. Óvinir Reykjavíkur, Fjandmenn Reykjavíkur. Utan- earðsmenn og nú siðast í Morgnnblaðinu i gaer likt - bióðugustn sjóræningja sögunnar. TYRKJARÁNSMF NN' ' Þeir smöluðu saman konum og börnum, píndu. sví v,rtu

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.