Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 8

Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 8
32 5PEGILLINN — Heill hildi frá, sagði Hermann. — Auðvitað eru þín orð lög, herra, sagði ég, — en það er nú einusinni svona, að lög eru misjafn- lega vinsæl, og meira að segja eru þau stundum brotin. Þannig er það í dag, að það væri nær að segja, að ég kæmi hálfur hildi frá. — Hvernig má það vera? sagði Hermann. — Ég vissi þó ekki bet- ur en ég bannaði allan mannfagn- að okkar manna í tilefni af kosn- ingunum. Var jafnvel að hugsa um að fyrirskipa tveggja daga þjóðar- sorg, en hætti nú samt við það, sem betur fór, því að það hefði verið sama sem að skemmta skratt- anum og íhaldinu. — Það eru nú fleiri menn, nú orðið en Framsóknarflokkurinn, Hermann minn, sagði ég og lagði hæfilega stríðni í tóninn. — Ég komst í dálítinn kalass hjá Ihald- inu, og þar skorti nú hvorki mjöð né mungát. — Ég hélt ekki, að það hleypti neinum vafagemlingum inn á svona samkomur ? — Hvað gerir maður ekki stund- um í gleði sinni? Ég gat ekki bet- ur séð en þarna væru menn, sem ég hef talið hafa verið krata alla sína hundstíð, auk nokkurra fram- sóknarmanna. Ég er hræddur um, að þrátt fyrir móralskan sigur, hafið þið ekki heimt alla framsóknar- fjölgunina í höfuðstaðnum. Lík- lega hafa þeir komizt í bláu bók- ina og þá runnið upp fyrir þeim, hvað íhaldið stendur ykkur fram- ar. Annars ætlaði nú einhver í- haldsblesinn að fara að gera rövl yfir því, að mér skyldi vera hleypt þarna inn, en þá kom annar blesi eftir slaginn og sagði, að ég væri þó fjandann ekki verri en Þorvaldur Garðar, og svo kom Gróa, brosandi út undir eyru og sagði, að þessi sigur væri fyrsta skrefið til að vinna hann Farald aftur, og nú væri sjálfsagt að heimta þingrof og nýjar kosn- ingar, til þess að vinna hann fyrir fullt og allt. — Mér þykir þú segja fréttirnar, sagði Hermann og svipurinn var eins og þrumuský, eða kannske einna líkastur svipnum á Þór (þ. e. gamla Þór; ekki Vilhjálmi), ef hann sá hilla undir tröll í fjarska. — Það er ekki furða þó að íhaldið sigri með svona aðferðum. Geturðu hugsað þér aðra eins andskotans siðspillingu, eins og að fylla kjós- endurna frá andstæðingnum ? — No-o, það er nú ekki annað en hundgömul aðferð, sem bæði feður okkar og afar hafa notað. En annars voru það aðallega kratarn- ir, sem Ihaldið fyllti. 0g vér Fram- sóknarmenn megum vel við una, enda má segja, að það sé ekki andskotalaust, hvernig þið hafið smalað sveitirnar undanfarið. — Við hefðum betur breytt um taktík og smalað íhaldinu hér, sagði Hermann. — Agentar okk- ar hafa smalað sveitirnar svo rækilega, að við römbum á heljarþröminni í sumum kjördæm- um, vegna þess að allir helztu kjósendurnir okkar eru komnir til Reykjavíkur, en íhaldsmennirnir sitja sem fastast. Og auk þess er ég Er [ cssu fólki við bjargandi? Er nokknr leið að {>a ð ian að hugsa skýrt? Er ekki búið í>ð rugla það svo,

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.