Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 18

Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 18
5PEBILLINN 42 Botnlanginn. Þessi illræmdi langi, sem hefur álíka hlutverki að gegna í líkam- anum og Undirfells-Hannes í höf- uðstaðnum, er enn á dagskrá og það með nýstárlegum hætti. Hing- að til hefur það verið talið eina sáluhjálplega ráðið að kútta hann bara burt, en slíkt er þó ekki alls- kostar vinsælt, einkum meðal tízkukvenna, sem spyrja lækninn áður en þær leggjast undir að- gerðina, hvort örið muni ekki sjást, og er vanasvarið við því: „Því ráðið þér sjálfar“. Nú hefur brezkur læknir fundið það upp að sleppa alveg uppskurðinum og nota í þess stað súlfalyf og glás af öðr- um lyfjum, sem vafi getur reyndar á leikið, hvort ekki eru bara skað- legri en venjulegur uppskurður. Og í bezta lagi er þetta ekki annað en gálgafrestur, enda hefur þessi ágæti læknir játað, að venjulega skeri hann þessa sjúklinga upp seinna, þegar hann hefur lítið að gera. Fæðing á hljómplötu. Nýjasta nýtt í fæðingarvísindum er að taka alla athöfnina upp á hljómplötu, en þótt undarlegt megi virðast, hefur hún enn ekki verið að svipast eftir Díalín, því að mér var ljóst, að ég var ekki einn um það. I því var ekki þörf á frekari samræmingu. . Bob á beygjunni. sýnd í sjónvarpi, sem þó væri al- veg upplagt. Er þarna tekið allt, sem máli skiptir, svo sem eymdar- stunur föðursins, sem þarna er hafður viðstaddur, til þess að sýna, hvað hann sé aumingjalegur, svo og hughreystingarræðu, sem lækn- irinn heldur yfir móðurinni, og mun nú reyndar vera flutt af plötu, og loks öskrið í gríslingn- um, þegar hann er vel og lukku- lega kominn í heiminn. Sem sagt: allt hið ánægjulegasta. Liðagigtarmeðalið. Á stríðstímunum voru nokkrir vísindamenn að stritast við að finna upp gott lyf gegn malaríu, en kom fyrir ekki; sjúklingarnir urðu sízt skárri eftir, ef ekki bara verri. En svo var það einn góðan veðurdag, að vísindamennirnir voru svo heppnir, að malaríusjúkl- ingurinn þeirra var líka með liða- gigt og snarbatnaði hún, en malarí- an varð auðvitað eftir eins og áður. Flýttu vísindamennirnir sér þá að slá meðalinu upp í liðagigtarlyf, sem síðan hefur verið notað með góðum árangri. Nú er verið að reyna fyrrverandi liðagigtarlyf við malaríu og taldar góðar horfur á æskilegum árangri. Feitar rottur. Offita hefur löngum verið sann- kölluð húsplága hjá sumu fólki, einkum þó kapitalistakellingum, sem fara mikið á bíó og þurfa þá að éta upp úr nokkrum konfekt- pokum meðan þau eru að fá hvort annað. Hafa fyndnir menn kallað þetta menningarsjúkdóm. Nú hafa tveir læknar vestanhafs ákveðið að taka þennan sjúkdóm föstum tök- um, og er sagt, að bíóeigendur kosti rannsóknirnar að miklu leyti og er skiljanlegt samkvæmt því, sem áður er sagt. Hafa þeir safnað að sér glás af rottum og stríðala þær á fituefnaríkri fæðu, þangað til þær hafa fengið dopula vigt. Síðan er tekið upp annað mataræði til þess að grenna þessi mjög svo feitu dýr og vill ganga misjafn- lega, en þó eru læknarnir þegar vongóðir um árangur af tilraunun- um, enda til mikils að vinna. Telja þeir sig munu geta hafið tilraunir með alvörukellingar innan skamms, og eru rotturnar þegar farnar að hlakka til frelsisins. Fiskur fer til læknis. Eigi vitum vér, hvort dýralækn- ar fá nokkra sérstaka kennslu í fiskalækningum, en hitt vitum vér, að minnsta kosti einn brezkur læknir hefur stundað fiskalækn- ingar með góðum árangri, í dýra- garðinum í London. Þar er vatna- fiskur sá er Clarissa nefnist og hafði orðið fyrir þeirri ógæfu, að hængur einn hafði bitið hana í sporðinn, þegar hún vildi ekki þýð- ast hann. Nú var bara sá hængur á, að þarna var enginn sérstakur fiskalæknir, en þá var það að vörð- ur einn þarna í garðinum, sem var forn í skapi og þótti kunna sitt- hvað fyrir sér, tók sig til og lækn-- aði Clarissu litlu. Mætti hún reglu- lega á hverjum degi og lét vörðinn meðhöndla sig, þangað til hún var orðin heil sára sinna. Þess má geta, svona rétt til gamans, að sár- ið var ekki á sporðinum, sem hængurinn beit hana í, enda var hængur sá gamall og tannlaus, þrátt fyrir alla ástleitnina, heldur varð Clarissu svo illt við tilræðið, að hún renndi sér á stein og meiddi sig í hinum endanum og það var sá endi, sem hinn úrræðagóði vörð- ur læknaði.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.