Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 7
SPEBILLINN 31 VÍSINDAMAÐUR nokkur í Sovétinu hefur fyrir skömmu — og með eigin augum — séS einn hinna ill- ræmdu snjómanna, sem hafast við í há- lendi Asíu og hingað til hefur gengið illa að festa fingur á, svo að þeir liafa verið taldir lygasögulegar persónur. Sá vísinda- maðurinn snjómanninn tvisvar, „og í síð- ara skiptið virtist hann bíða eftir mér“, bætti hann við, en síðan lagði annar livor eða báðir á flótta. Að útliti líktist snjó- maðurinn einna mest kynblendingi af apa og Stalín, og förum vér þá betur að skilja, hversvegna snjómennirnir voru taldir lyga- saga, meðan Stalín var enn í fullum gangi og gengi. Á ICEFLAVÍKURFLUGVELLI hefur undanfarin ár farið fram háskóla- kennsla mikil, svo að drengimir liafi ein- hverja tilbreytingu frá landvömunum og kvennafarinu. Er nú svo langt komið að nokkrir drengjanna hafa þreytt viðeigandi próf og koma svo vestur sem kandidatar úr herþjónustunni. Er nú gleði mikil með- al þeirra, sem liafa jafnan haldið því fram, að Völlurinn væri hin mesta menningar- stofnun. NÁMSSKEIÐ í búðarmennsku hefur nýskeð farið fram liér í liöfuðstaðnum á vegum félagsins Sölutækni. Hefur aðsókn verið talsverð bæði af verzlunarfólki og svo pólitíkusum, sem illa hefur gengið að selja sannfæring- una af því, að þeir hafa ekki viðhaft hina réttu tækni. LJ ÓSTÆKNIFÉLAG ISLANDS hefur nýskeð borið opinberlega fram þá tillögu, að liér á landi verði tafarlaust tek- inn upp hægrihandar akstur, svo sem þeg- ar gerist með flestum menningarþjóðum. Færir félagið fram, máli sínu til stuðn- ings, ýmsar ástæður, sem flestar eru í ein- hverju sambandi við gerð bifreiðaljósa þeirra, sem á markaðinum eru, en nefnir hinsvegar ekki á nafn aðalástæðu sína, sem er liinn glæsilegi sigur hægriaflanna við nýafstaðnar bæjarstjórnarkosningar í höfuðstaðnum. Já, þeir geta líka verið læ- vísir í Ljóstæknifélaginu. NOKKRIR BRUNAVERÐIR héðan af landi eru á förum í kynnisför til Finnlands, og mun þetta vera einn þátur af mörgum í norrænni samvinnu og ekki sá ósnarasti. Munu þeir eiga að taka þátt í húsbrunum með kollegum sínum þar í landi. Oss finnst svona sendinefnd hálf- kollótt ef ekki fara einnig nokkrir brennu- vargar í þessa kynnisför, því að þeir gætu áreiðanlega lært margt í sínu fagi með því að heimsækja stærri þjóðir, sem hljóta að vera miklu lengra komnar en vér í pýró- tekníkinni. LÍTIL STÚLKA úti í Hollandi, sem var til radíumaðgerðar í sjúkrahúsi einu, fór þaðan og heim til sín, fyrir misgáning, með oddinn af radí- umnál í nefinu. Varð ofniim á heimilinu samstundis geislavirkur, svo húsið, garður- iim og foreldrar stúlkunnar. Er nú mein- inginn að taka alla þessa aðila og vinna úr þeim radíum. BREZKIR VÍSINDAMENN sem undanfarið hafa eitthvað verið að glugga í vetnisorkuna og hennar aðskiljan- legu verkanir, hafa nú náð svo langt í rannsóknum sínum, að þeim hefur tekizt að framleiða 5 milljóna stiga hita, en ekki er þess getið, hvort það er á Celsíus. Mörg- um verður á að spyrja, hvort þeir hafi ver- ið undirbúnir með hitamæla, sem dyggðu við svona mikinn liita, en aðrir hafa á orði, að svona menn þyrfti að ráða til hitaveit- unnar hér og nota þá fyrir einskonar topp- stöð. UM KOSNINGARNAR voru framin að minnsta kosti þrjú innbrot í höfuðstaðnum og má ekki telja mikið þar sem kosningar fara fram aðeins fjórða hvert ár. Lítið höfðu hinir óráðvöndu samt upp úr krafsinu, enda braust einn þeirra inn í félagsheimili, og telja sálfræðingar það hámarkið af bjartsýni og vilja óðir og uppvægir ná í þennan mann til þess að rannsaka hann dálítið. JÓN PÁLMASON hefur nýskeð ritað góða grein í Morgun- blaðið, í eftirmælastíl, um meðferð Fram- sóknarflokksins á Undirfells-Hannesi, og munu fá augu, sem liana lesa, verða þurr eftir lesturinn. Kemur í ljós, að Hannes sé reyndar skikkanlegasti maður, en hafi lent í félagsskap, sem annað sé betur gefið en skikkanlegheitin. Er grein Jóns öll hin drengilegasta, enda liefur Hannes ekki roð við honum sem frambjóðandi í Austur- Húnavatnssýslu. RISA-LOFTSTEINN var fyrir skömmu á ferðinni yfir Danmörk og var svo bjartur, að Danir fengu glýju í augun og kalla þeir þó (að eigin sögn) ekki allt ömmu sína, livað þá langömmu. Sumir liéldu, að þarna væri kominn Sprútt- nikk hinn annar með því nafni, en danska íhaldinu tókst að afsanna það ásvipstundu, og fékk sér vottorð um, að þetta væri bara loftsteinn, en heldur í stærra lagi. Oss finnst nú aðallega Kaninn hafi verið seinn á sér, að liafa ekki snarræði til að segja þetta vera einn af gervimánum sínum, en þeir hafa hingað til þótt óþarflega jarð- bundnir. BREZKUR OFURSTI, sem heima á í Petersfield í Englandi, hef- ur nýskeð sótt um og fengið útsvarslækk- un sökum reimleika í húsi því, er hann býr í. Er húsið 500 ára gamalt, svo að engin furða er, þó að einhver slæðingur sé þar, enda hefur aumingja ofurstinn engann svefnfrið haft um lengri tíma. Þessi liðleg- lieit niðurjöfnunarnefndarinnar mun þó draga þann leiða dilk á eftir sér, að aðrir húseigendur komi sér upp liúsdraugum, sem geti lækkað á þeim útsvarið, og eru skattayfirvöldin þegar uggandi um hag bæjarsjóðs, ef svo fer fram.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.