Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 9

Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 9
5PEGILLINN 33 alveg að hasast upp á þessum sveitamönnum, sem hingað eru komnir, þeir eru svo andskoti heimtufrekir, það gera niður- greiðslurnar, sem þeir eru orðnir vanir heima hjá sér, og þegar hing- að kemur heimta þeir að vera borg- aðir bæði upp og niður og segjast heldur vilja fara upp í sveit aftur og selja sömu kartöflurnar sex sinnum heldur en húka hér á ein- hverjum skrifstofustól uppi í Sam- bandi. — Já, vel á minnzt Sambandið, Hermann minn, sagði ég. — Það ku vera verið að fleygja því, að útlendu sérfræðingarnir ykkar Ey- steins hafi sagt, að það væri allt of stórt og sygi til sín meira af peningum landsmanna en heilbrigt megi telja. — Þó svo væri, þá hefur það nákvæmlega ekki neitt að segja, sagði Hermann. — Það sér á, að þú ert ekki vel að þér í hinum hinum hærri fínönsum . . . — Nei, svo er þér að þakka — og reyndar Bjarna líka á undan þér —að ég hef orðið að láta mér nægja lágfínansana, svo að ég hef alla mína glórverðugu þjónustutíð haft illa til hnífs og alls ekki til skeiðar. — Haltu kjafti! Þú færð alveg nóg, ekki merkilegri en þú ert. En það sem ég vildi sagt hafa, þegar þú þurftir að gjamma fram í fyrir mér, er að þó ,gð Sambandið kann- ske sjúgi til sín fleiri aura en nokkru sinni áður, geirir það akkú- rat ekkert til, því að aurarnir lækka að verðgildi sem því svarar, jafnharðan. En annars voru ein- hverjir að blaðra um að skipta Sambandinu í smærri fyrirtæki og gera þau sjálfstæð. — Já, þetta heyrir maður öðru- hvoru, og það er náttúrlega ekki að efast um, að fyrirtæki eins og kjörbúðin og I$ron og Norðri hefðu gaman af að vera dálítið sjálfstæð. Þeir voru eitthvað að tala um það þarna í íhaldskalassinum, hvort þú mundir ekki kaupa einhver þeirra, til að reka þegar búið væri að reka þig frá völdum. — Fórst þú með íhaldinu heim til Gunnars Thór? — Nei, þar plataði ég nú heldur betur ekki sveitamanninn, heldur Reykjavíkuríhaldið. Ég stikaði þarna bíspertur í skrúðgöngunni, suður Bjarkargötu, en svo lét ég mig hverfa og fór heim til Þórðar, til að gratúlera honum. Einhverja hollustu varð hann að fá líka, og svo mikið var víst, að þverfótað gat maður fyrir ykkur Framsókn- arhöfðingjunum þar. En annars er ég hérna með reikning í vasanum. — Er hann á mig eða ríkið? — Vel á minnzt! Ég var nú svo bjartsýnn, þegar ég samdi hann, að stíla hann upp á bæjarsjóð, en nú verð ég víst að breyta honum og svissa honum yfir á ríkissjóð eða Sambandið. — Hvaða reikningur er þetta? — Það er útlagður kostnaður fyrir leigu á kindabíl með grind- um og vélsturtu. — Hvað hefurðu verið að keyra? — Sæll ókunnugur. Það má vera got að vera svona minnislaus, þeg- ar það á við. Þetta er bíllinn, sem ég tók undir hann Hannes, til að flytja hann upp í sveit, þegar þið hélduð um daginn, að íhaldið mundi drepa hann ef hann væri kyrr á bæjarlóðinni. — Já, þann flutning hefðum við betur látið óframinn. Þá hefðum við losnað við bæði reikninginn og Hannes á einu bretti. En mér sýn- ist, Faraldur minn, að þú sért far- inn að þorna upp. Fáðu þér einn lítinn. Og Hermann settist í skrif- borðsskúffuna og dregur upp skrautflösku og ég þarf ekki lengi að smjatta til þess að finna, að I>6tt leitaS sé með logandi liósi um allan bæinn i dag,, finnst Hanncs frá Undirfelli ekki. Framsókn er svo ill út í hrakför „Gulu bókarinnar", að til þess að sýna lit — blekkja kjós endur — þá var Hannesi skipað út fj'rir bæjartakmörkin, og geymist nu hjá Framsóknarmanni, er býr utan höfuðstað- arins.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.