Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 20

Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 20
44 BPEGILLINN Loksins hefur Ríkisútvarpið lát- ið af því verða að minnast á sið- ferði við þjóðina sína og gera sam- anburð á því sviði við það, sem var fyrir 50 árum. Fjórir valin- kunnir borgarar voru fengnir til þess að gera þennan samanburð, og voru flestir þeirra um 10 ára gamlir fyrir fimmtíu árum og því ekki farnir að syndga neitt, sem gagn væri í. Hefði ekki verið úr vegi að hafa að minnsta kosti einn gamlan syndara, á áttræðisaldri eða svo, og láta hann segja við- horf sitt til málsins. Á móti honum hefði svo átt að hafa einhvern sið- ferðispostula, spúandi eldi og brennisteini yfir syndsamlegheit- um nútímans og þá einkum unga fólksins. En vonandi verður þetta ekki síðasta umræðan, svo að þetta getur verið til athugunar. Margar spaklegar athuganir komu fram í umræðum þessxim og skyldi engan á furða. Meðal annars benti eini prestvígði maðurinn í hópnum á það, að það væri and- skotann ekki þakkandi þó að menn hefðu verið það sem kallað er sið- samari fyrir fimmtíu árum, því að þá hefði bókstaflega ekki verið hægt að syndga að neinu gagni, þó áð viljinn væri allur með. Með breyttum tímum hefði orðið á þessu hrein bylting, svo að engan skyldi furða þó að menn notuðu sér tækifærin og syndguðu dálítið, þegar þeir kæmust höndunum und- ir. Fleira kom þarna fram eftirtekt- arvert, sem gæti orðið góð undir- staða undir frekari umræður um málið. Ætti þær umræður að fara fram sem fyrst, t. d. í dans- og dægurlagatímanum það er engin hætta á, að efnið þrjóti fyrst um sinn. Mætti ég, sem fimmta hjól undir vagninum, segja mitt álit á mál- inu, yrði það á þá leið, að þetta fer allt eftir mælikvarðanum, sem lagður er á siðferðið, rétt eins og útkoman úr fjárlögunum fer eftir því, „hvaða tölur er notaðar". Þarna í umræðunum kom það t. d. í ljós, að áfengisneyzla lán,dsmanna skakkar ekki nema nokkrum kommum, ef miðað er við drykkju á hreinum spíra á mannsbarn í landinu. Hitt er alkunna, að nú dreifist drykkjan á miklu fleiri landsmenn en áður og veldur því drengileg undirtekt unga fólksins, sem í gamla daga var satt að segja heldur lint á þessu sviði. Það gefur því auga leið, að færri verða full- ir nú en þá og ber að reikna til framfara. Hvað snertir siðferði í sambandi við fjölgun þjóðarinnar, þá er það alkunna, að fjórða hvert barn á landinu fæðist í lausaleik og mun heimsmet. En stafar þetta allt- saman af siðleysi þjóðarinnar? Nei, onei, hér eru það skattayfirvöldin, sem eiga hlut að máli, eða öllu heldur skattalöggjöfin og auðvitað verður að mestu leyti að kenna Eysteini um hana, þar sem hann fær alla skattana. Ætti því að réttu lagi að skrifa áætlaðan slump af lausaleikskrökkimum hjá honum, og þá verður auðvitað næsta skref- ið að senda hann á Kvíabryggju, því að auðvitað getur hann ekki gefið með allri glásinni, sem ekki er heldur von. Líklega hefur nú- verandi ríkisstjórn séð fram á þennan möguleika, þegar hún bara tók sig til og lokaði bryggjunni. Hvað snertir óráðvendni á eig- ur náungans, verður einnig að taka tillit til breyttra tíma. Fyrir fimm- tíu árum var bókstaflega engu hægt að stela, sem nokkur veigur væri í, sökum armingjaskapar þjóð- arinnar. Er þá ekki von, að einhver breyting verði á þessu, þegar helmingur þjóðarinnar veður í pen- ingum ? Hitt væri blátt áfram hreinasta dáðleysi, ef fátæki helm- ingurinn notaði ekki tækifærið og losaði ríka helminginn við eitt- hvað af peningaáhyggjum hans. Sú varð líka raunin á, og ber að telja þetta greinilegar framfarir í náungakærleika, engu síður en hitt, sem kemur fram í stóraukinni gjafmildi við þá, sem bágt eiga eða verða fyrir tjóni. Þetta ber sem sagt allt að sama brunni. Svo fram- arlega sem hjálpsemi og náungans- kærleikur heyrir undir siðferði, hafa orðið stórar framfarir á sið- ferðissviðinu. Nei, forfeður vorir voru svo sannarlega ekki betri en við, en þeir höfðu bara enga möguleika til að syndga almennilega, og hættir þá að vera þakkandi þó að þeir væri svolítið skikkanlegri á ytra borðinu. Maður gæti farið alla leið aftur í goðafræðina til þess að sanna þetta. Voru kannske ekki kófdrykkjurnar í Valhöll einmitt þeirra tíma Ása-klúbbur? KÖNUM liefur nú loks tekizt að loftsetja gervihnött og hefði fyrr mátt vera. Þó virðist þetta véra hálf ómerkilegur hnöttur. Fyrst og fremst er liann alls ekki hnöttur, heldur hólkur, í öðru lagi er hann ekki nema 13 kíló á þyngd (óliappatalan) og í þriðja lagi er engin tík í honum, til að reisa minnis- varða um, síðar meir. í fjórða lagi fer hann sem næst miðbaug, svo að engir sjá hann nema kannske frumstæðar þjóðir. Allt í allt heldur ómerkilegur gervihnöttur. Samt hefur Krúséff sent Æk heillaóskaskeyti, og er það hámark falsins og flærðarinnar. Ekki þarf að taka fram, að það er þýzkari, sem hefur komið liólknum á loft og er gott að tvær stærstu þjóðir heims skuli ekki liafa neitt að láta livor aðra heyra á því sviði.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.