Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 22

Spegillinn - 01.02.1958, Blaðsíða 22
46 SPEGILLINN til hans, látið það detta í minn kassa? í misgripum, auðvitað. — Pósturinn glotti. — Og til hvers œtti að að vera? — Magga roönaði. — Og, það er bara vitleysa, sem mér datt allt í einu í hug, þegar ég heyrði til yðar fyrir utan hjá mér. Skiljiö þér . . . það er til þess að fá erindi til hans. . . . Pósturinn ýtti húfunni aftur á linakk- ann. — Ja, hvert í . . . . Þið deyið svei mér ekki ráðalausar stúlkurnar, ef þið ætl- ið ykkur að krækja ykkur í mann .... Magga roðnaði enn meir. — Nei, það er víst bezt að biðja yður að gleyma, að ég hafi nokkurntíma beðið um þetta, sagði hún í fáti. — Það væri embætisafglöp, sagði póst- urinn hátíðlega. — Ég skal gleyma, að þér hafið nokkumtíma beðið mig um þetta. — Þa..þakka yður fyrir, sagði Magga. Pósturinn leit um öxl, þegar liann var kominn upp í efri stigann. Dálagleg hnáka, ekki vantar það, sagði hann við sjálfan sig, og væri nú sosum ekki nema mannsverk að hjálpa lienni. Vitanlega kemur það fyrir, að. ég sting bréfum í vitlausan kassa. Öllum getur skjátlast, og þá mér líka. Og að kvöldi þess sama dags, þegar Magga kom heim til sín, fann hiin á gólf- inu hjá sér bréf, sam var greinilega áritað til Jóa. Uún skalf öll þegar hún tók upp bréfið, en brátt liarðnaði lnin á svipinn og hleypti hrúnum. Þetta var ljósblátt umslag. Aftan á því var J innan í hjarta og ritliöndin var alveg greinilega Jóu. Hún gat heyrt fótatak Jonna í herberg- inu uppi yfir sér. Jæja: Nú eða aldrei: En nú hafði hún bara löglegt erindi til hans, svo að liann gat varla grunað, að hún hefði sjálf búið erindið til. Hann opnaði dyrnar og virtist hafa á- nægju af að sjá hana. — Þetta bréf var sett inn bjá mér í mis- gripum, sagði Magga. -—- Það er til yðar. -—- Þakka yður fyrir, sagði Jonni um leið og bann tók bréfið og fleygði því á borðið. — Þér hafið vonandi ekki ónæði af grammófóninum mínum? —: Alls ekki, svaraði liún. —- Ég er ein- mitt svo hrifinn af plötunum, sem þér spil- ið, en ég heyri þær bara ekki nógu vel niður. Sérstaklega er ég lirifin af Glen Mill er. Er það ekki hann, sem er í gangi núna? —- Jú, svaraði Jonni. — Komið þér inn fvrir og heyrið hann almennilega. Ég á líka liæggenga plötu hérna. Kannske vilduð þér heyra hana líka? — Já, það þætti mér gaman, svaraði Magga. Meðan þau hlustuðu á plötuna, tók Jonni bréfið af borðinu, þefaði af því og glotti. — Þér baldið víst, að ég sé einhver voða Rómeó, sagði hann. — Ekki kannske það, sagði Magga. — Ég þekki Jóu vel. Þér hafið náttúrulega liitt hana í jazzklúbnum? Jonni liló. — Nei, guð forði mér. Ég fer aldrei í jazzklúbba. Jóa er systir mín . . . það er að segja liálfsystir, og þessvegna liöfum við ekki sama ættarnafn. Við erum sammæðra. Magga fékk fyrir lijartað. -—• Við höfum alltaf verið góðir félagar, hélt Jonni áfram, og hún leitar ráða til mín um alla skap- HAMAR H.F. JÁRNSTEYPA VÉLAVERKSTÆÐI KETILSMIÐJA HAMARSHÚSINU TRYGGVAGÖTU REYKJAVÍK FRAMKVÆMD ASTJ ÓRI BEuEDIKT GRÖNDAL SÍMI 2-21-23 SÍMNEFNI: II A M A R Styðjið innlendan iSnað. íslenzkt fyrirtæki. ...___________________________t aða hluti. Ekki svo að skilja, að hún fari nokkurntíma eftir ráðum mínum. -—- Auðvitað .. liélt Jonni áfram .. bafið þér haldið, að þetta bréf með ilmi og lijarta á, væri frá einhverri gæs, og ætluð- uð að koma mér til lijálpar. — Já, ég verð að játa, að það er nærri sannleikanum, svaraði Magga og liló. Ég skal segja yður, að ég bað beinlínis póst- inn að aflienda mér bréið til yðar. . . . — Ja, liver skrattinn; liló Jonni, — En annars var það nú ég sjálfur, sem lagði þetta bréf inn til yðar með eigin bendi. Ritstjóri: Páll Skúlason — Teiknari: Halldór Pétursson — Ritstjórn og afgreiðsla: Smára- götu 14, Reykjavík — Sími' 12702 — Árgangur- inn er 12 blöð; um 220 bls. efni — Áskriftar- verð kr. 100.00 — erlendis kr. 110.00; greiðist fyrirfram — Áritun: SPEGILLINN, Pósfhólf 594, Reykjavík. Blaðið er prentað í Isafoldarprentsmiðju h.f. NÝIR ÁSKRIFENDUR SPEGILSINS frá nýári 1958 að telja, fá í kaupbæti allan árgang- inn 1957, en að honum þrotnum árganginn 1956. Þó geta þeir, sem þess óska, valið um þessa tvo árganga, og taki það þá sér- staklega fram við pöntun. Utan Reykjavíkur. Sendið afgreiðslunni áskriftargjaldið 1958 — kr. 100.00 — í póstávísun, með greinilegu nafni og heimilisfangi sendanda; þá er kaupbætirinn sendur um hæl. í Reykjavík. Hringið í síma 1-27-02 eða sendið afgreiðslunni ár- gjaldið í pósti. KJARAKAUP Árgangarnir 1951 — 1957 hafa kostað í áskrift samtals kr. 475.00. Þessa sjö árganga er nú hægt að fá alla saman fyrir kr. 230.00, eða undir hálfvirði. Sumir þeirra fást ekki einstakir. Utan Reykjavíkur þarf greiðsla að fylgja pöntun. SPEGILLINN Pósthólf 594 — Sími 1-27-02 — Reykjavík.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.