Spegillinn - 01.01.1966, Qupperneq 11
ÓKLEIFA
Eitt fjall veit ég gnæfa svo langt yfir lógt,
að landsbúar stara ó það hissa.
Kratana sundlar að klifra svo hótt
og kommarnir tótestu missa.
Hið brattgenga íhald komst ei ó þess tind
og aftur þó maddaman sneri.
Það stendur sem þjóðlífsins stoltasta mynd
svo stílhreint úr íslenzku sméri.
Öljóst við greinum hin örðugu spor,
sem óttu menn fyrr hér á landi,
er féð sitt og kýrnar þeir felldu úr hor,
en fögnuðu hvalreka og strandi.
Skammdegiskvíðinn í sál þeirra sat,
— þá sáust oft draugar á rólum —
þeir klæðlitlir voru og knappt var um mat
og kertin sín átu á jólum.
Um jólin nú kveikjum við kertunum á
og knífum ei smérið né draflann,
og menningarsjúkdóma flestir menn fá
og fiturni safna vio naflann.
Svo ört er nú skekið þar's nekt var og neyð,
að naumast menn rrúað því geta.
Menn hesthúsa smérið sem hákarl og skreið
en hafa ei undan að éta.
En smjörfjallið góða það vex og það vex
og viðgang þess ekkert fær staðizt.
Þótt spekingar fjasi og fari með pex
það furðuskjótt upp hefur hlaðizt.
Og ýmsir ei lengur fá sólina séð
en sézt hefur nóttin á glugga.
Snemma á kvöldum þeir byggja sinn beð,
er búa í smjörfjallsins skugga.
Já, vandinn er ærinn og vönd eru ráð
og valdsmenn sem staddir á skeri.
Ei fjallkonu vorri því fyrir var spáð
að fjall mundi hún eignazt úr sméri.
Því andvarp til himinsins upphæða, frá
ættlandi sagna og Ijóða:
Ö, Guð! send oss hallæri, eldgos og ís,
svo upp étist smérfjallið góða.
pós.
S p e g i II i n n 11