Spegillinn - 01.01.1966, Síða 14
HÖRMUNGA -
OG ÞRÓTTLEYSISSÍÐA
Þa8 var svo sem auðvitað, að ósigur
vorra manna í handknattleik á erlend-
um vettvangi væri annarlegum og utan-
aðkomandi ástæðum að kenna. Það er
nú komið á daginn, að til keppninnar
í Póllandi gengu vorir menn bæði glor-
soltnir og þó enn verr haldnir af þorsta.
Þegar vér lásum gagnorða og skilmerki-
lega lýsingu á móttökunum þar eystra,
tókum vér út bæði líkams- og sálar-
kvalir við tilhugsunina um vanlíðan
landa vorra eina saman. Strax í and-
dyri hótelsins, sem þeir fengu inni á,
L þeim við köfnun, vegna þess að
„remma ein mikil“ gaus á móti þeim, og
má rétt geta sér þess til hvernig farið
hefði ef remmurnar hefðu nú verið
tvær, eða fleiri. Segir sig sjálft, hver
áhrif þetta hefur haft á súrefnisforða
tungnanna og þar með úthaldið í
strangari keppni. Þá var nú maturinn,
sem þeir kríuðu út, auðvitað eftir þras
og pex, ekki sætabrauðið eitt, og auð-
vitað hvergi nærri nógu mikill og vitan-
lega engin Ieið að fá neitt til að skola
S p e g i 11 i n n 14
þessari hungurlús niður með. Nokkur
hjálp varð þó að því, að sumir landa
vorra gátu selt islenzku krónurnar sín-
ar á fimmföldu verði og keypt appelsín
fyrir peningina. Er gleðilegt til þess að
vita, að veslings krónan okkar skuli þó
einhvcrs staðar vera í hærra gengi en
í ættlandi sínu, þótt á hinn bóginn sé
ömurlegt að fulltrúar líkamsmenningar
vorrar skuli jrurfa að eyða öllum vasa-
peningnum sínum í gosdrykki og eigi
svo ekkert eftir, þegar leiknum er lokið
og þeir mega fara að smakka á bjórn-
um. Af þessari, því miður hvergi nærri
tæmandi lýsingu, á óhrjálegum móttök-
um í sæluríkinu (he, he) geta menn
séð, hvernig landar vorir hafa verið á
sig komnir, er þeir gengu til leiksins í
Gdansk. Lungun súrefnislaus eftir að
hafa andað að sér austrænni remmu
(að vísu bara einni, en þeim mun megn-
ari), kviðurinn strengdur af sulti, og
kverkarnar og hálsinn þurr og sár af
þorsta. Þarf engan að undra, þótt þeim
gengi erfiðlega að halda uppi hand-
knattleiksheiðri vorum og berjast fyrir
málstað íslands við slíkar aðstæður. Ég
vona, að það hafi ekki farið fram hjá
neinum, að landar vorir voru auðvitað
betra liðið, og það miklu betra, frá
handknattleikslegu sjónarmiði, þótt þeir
töpuðu leiknum af fyrrnefndum ástæð-
um. Það er alltaf sorglegt þegar betra
liðið tapar, einkum þar sem það kemur
svo oft í hlut landa vorra að vera betra
liðið í slíkum tilfellum. Vér leggjum
eindregið til, að framvegis verði lands-
lið vort í handknattleik látið hafa með
sér nóg nesti, bæði þurrt og fljótandi
þegar það fer utan, og sömuleiðis súr-
efniskúta, ef það skyldi lenda í mjög
megnri remmu á hótelum, austantjalds.
Ekki tók betra við þegar landar vor-
ii komu til Nýborgar í Danaveldi og
háðu landskeppni við Dani. Raunar
munu þeir hafa fengið þar nóg af
smörrcbrauði til að seðja hungur sitt
E.TH. MATHIESEN h.f.
Vonarstræti 4 . Sími 36570