Spegillinn - 01.01.1966, Side 25

Spegillinn - 01.01.1966, Side 25
urnar. Það varð þá gott að þær urðu ekki fleiri, því að ég hefði víst varla getað leynt Siggu þessu mjög lengi. Það voru fáir, sem fylgdu Gvendi til grafar, líklega er það ein fámennasta jarðarför, sem ég hefi verið við. Ræða prestsins var að vanda eins og um eitt- hvert stórmenni væri að ræða, en það átti víst að vera svo. O, jæja. Mér lík- aði bara ekki við, þegar presturinn tal- aði um hjartahlýju, hana hafði Gvend- ur aldrei átt til. Siggu minni fannst það mikil tíma- eyðsla, að ég skyldi fylgja til grafar öðrum eins bölvuðum þrjót og hann Gvendur hefði alla tíð verið. Það hefði verið óþarfi að láta utanum hann kistu. Það hefði verið nægilegt að láta hann í poka og grafa hann utangarðs. Svona malar kvenfólkið. Ég var búinn að gleyma Gvendi. þeg- ai ég fékk ábyrgðarbréf nú fyrir nokkr- um dögum frá kunnum lögfræðingi í borginni. Ég var beðinn að koma til viðtals vegna uppgjörs á dánarbúi Guð- mundar Jónssonar. Mér datt í fyrstu í hug að hann hefði ekki átt fyrir kist- unni, svo að það ætti að reyna að narra mig til að borga reikninginn, þar sem það hefði spurst að ég hefði heimsótt karlinn í nokkur skipti. Það var því með hálfum huga að ég fór til fundar við lögfræðinginn. Lögfræðingurinn tók mér ákaflega virðulega, og eftir að hann hafði humm- að soldið og ræskt sig, tók hann upp bréf, sem hann sagði að væri erfðaskrá Guðmundar. Hann las bréfið. Það fór ekki á milli mála með inni- haldið. Gvendur arfleiddi mig að eign- um sínum, sem voru hvorki meira né minna en rösklega ein milljón króna í reiðufé, sem hann af vanabundinni sam- haldssemi hafði safnað og ávaxtað á vin- sælan hátt í mörg ár. Pcningana hafði hann í einstæðingsskap sínum einsett sér að ánaftia þeim, ei ótilkvaddui kæmi í heimsókn og gerði bón sína. Erfða- skrána hafði hann svo gert á Þorláks- messu í votta viðurvist, þar eð, að því er hann sagði, að hann fann á sér. að sitt skeið væri á enda runnið Ég man ekki gerla hvort ég sagði eitt aukatekið orð, þegar ég skildi, hvað var að ske, en ég varð svo undrandi yfir þessum óvænta upplestri lögmannsins, að ég gat varla setið kyrr. „Gjörið svo vel að kvitta íyrir mót- töku peninganna hér“, sagði lögfræðing- urinn og benti mér hvar ég ætti að krota nafnið mitt. „Annars myndum við geta ávaxtað peningana áfram“, bætti hann við og hummaði soldið í viðbót. „En það hafið þér alveg eins og þér viljið, þér talið þá við okkur. Gjörið svo vel. Hann var alhat svolítið skrýtinn hann Guðmundur“ sagði lög- fræðingurinn að lokum, eins og til skýr- ingar. Ja-ha, það var ekki laust við það Ég gekk eins og í leiðslu heim Hvað skyldi hún Sigga segja? Elún sem vai buin að S p e g i 11 i n n 25

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.