Spegillinn - 01.10.1966, Qupperneq 4

Spegillinn - 01.10.1966, Qupperneq 4
„Dyggur lærisveinn'' „Ánægjulegt var aö hlýða á hversu Geir Gunnarssyni einum af þingmönnum kommúnista tókst vel upp í útvarpsumræð- unum um fjárlögin, að flytja gömlu ræðuna hans Einars 01- geirssonar. Honum tókst svo vel upp, að það minnti mann á Ein- ar, þegar hann var upp á sitt bezta á sínum yngri árum. Það hlýtur að hlýja Einari Olgeirs- syni um hjartaræturnar nú á þessum erfiðu tímum í sögu þeirra stjórnmálasamtaka, sem liann veitir forustu, að hann skuli po eiga svo dyggan og námsfúsan lærisvein". Morgunbl. 20. okt. SKARÐSBOK endur- heimt Vonandi hefur það ekki farið framhjá neinu bóklæsu manns- barni á landinu ,að þjóð vorri hefur verið gefin bók, og er gef- andinn sjálfur Seðlabankinn, eða allir íslenzku bankarnjr Er hér um að ræða svonefnda Skarðsbók, sem bankarnir keyptu fyrir morð fjár á upp- boði •' Lundúnum í fyrra Fór afhending gjafarinnar formlega fram fyrir nokkru síðan með snoturlegum ræðu- höldum og annarri tilheyrandi viðhöfn — Jóhannes Nordal flutti auðvitað afhendingarræð- una, en Sigtryggur Klemenzson, svo og aðrir bankastjórar vorir og bankaráð, voru viðstaddir, á- samt ráðherrum og fleira stór- menni. Kom oss áhugi banka- stjóranna á skinnbók þessari dá- lítið spanskt fyrir sjónir, þar eð vér héldum að þeir hefðu eink- um áhuga fyrir sparisjóðsbókum skólabarna og annarra sem leggja aura sína í bók og fela bönkunum þá til hraðfrystingar. Nú. þeir keyptu skinnhand- ritið nú svo sem ekki fyrir sina peninga sérstaklega, heldur not- uðu til kaupanna sparifé, er leg- ið hafði hæfilega lengi í fryst- ingu. Sýnist oss, að athuguðu máli, ekki nema gott til þess að vita, að bankastjórar vorir skuli gefa sér tóm til að huga þannig að andlegum verðmæt- um, þrátt fyrir sívaxandi ann- ríki við lóðakaup undir banka- útibú og byggingu „stórhýsa á lóðunum, auk hinnar hversdags- legu glímu við alræmda láns- fjárkreppu og hvers kyns óáran í fjármálalífinu. Meðai þeii .er viðstaddir voru afhendingarat- höfnina, var kona ein, og héldu sumir þess vegna, að hér væri um „kerlingabók“ að ræða, og væri konan sú hin viðstadda höf- undur bókarinnar. En Nordal upplýsti í ræðu sinni, að kona þessi hefði aðeins unnið að því að slétta og fegra kálfskinnsblöð bókarinnar, svo að þjóðin gæti meðtekið gjöfina í sem beztu á- sigkomulagi. Gylfi Þ. veitti gjöfinni mót- töku fyrir hönd þjóðarinnar og flutti smátölu, þar sem hann þakkaði bönkunum, og þá alveg sérstaklega Seðlabanka Islands, í nafni þjóðarinnar, fyrir þessa einstæðu gjöf. Var Skarðsbók slðan borin út i bíl með aðstoð tveggja lög- regluvarðstjóra. Þótti athöfnin öll hin hátíðlegasta og bæði gef- endum og þiggjendum til sóma. Viljum vér að endingu taka undir orð Gylfa, og flytja Seðla- bankanum okkar beztu þakkir, en vér erum sko hluti af j>jóð- inni og teljum oss nú ei"a part í Skarðsbók. Og ekki spillir sú tilhugsun ánægju vorri, að eitthvað af því sparifé, sem vér sjálfir og krakk- ar vorir lögðum inn í banka í hittifyrra og legið hefur þar 1 frosti síðan, hefur komið að gagni, þegar greiðslan fyrir skinnhandritið var innt af hendi. ✓ 4 S p e g i 11 i n n

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.