Spegillinn - 01.10.1966, Side 10

Spegillinn - 01.10.1966, Side 10
Sérfræðingur vor í pólitík kom á móti mér í Austurstræti og var bann liinn patlaralegasti. En mér brá heldur en ekki í brún, þegar hann bauð mér, án nokkurra umsvifa, upp á hress- ingu á Skálanunr. Það var að vísu bara molakaffi, en slíku á maður annars ekki að venjast af hans hendi. Þegar hann hafði borgað kaffið með 500 krónu seðli gat ég ekki á mér setið og spurði hann, hvort hann hefði erft. — Onei, ekki er það nú, svaraði sér- fræðingurinn drýgindalega, en það hljóp svolítið á snærið hjá mér áðan. Eg skrapp nefnilega upp á Mogga. — Þú ert þó ekki búinn að ráða þig þangað, spurði ég kvíðinn, og svíkja okkur Spegilsmenn í tryggðum þar með? — Nei, sei-sei-sei, svo illt er það nú ekki. Spegillinn er alltaf mitt blað, enda þótt launin, sem þið borgið manni, og það sérfræðingi eins og mér, hrökkvi hvergi nærri í allri dýrtíðinni.... Nei, sjáðu til, ég var að reyna að snapa sam- an einhverjar haldhvæmar upplýsingar um klofninginn í ríkisstjórninni. — Guð komi til! varð mér að orði. —- Þú ætlar þó ekki að fara að halda því fram að vor farsæla og marglofaða ríkisstjóm sé að syngja sitt síðsta vers? Er það verðbólguskrattinn, landbúnað- urinn, sjávarútvegurinn eða iðnaðurinn, sem eru að ganga af henni dauðri? — Þú talar eins og út úr kú, hreytti sérfræðingurinn út úr sér. — Nei, það er ekkert af þessu. Aftur á móti er það mannjöfnuðurinn innan stjórnarinnar, sem er henni til óhægðar núna. — Mannjöfnuðurinn!? . . . Ég starði á sérfræðinginn, öldungis hlessa. — Já, sagði hann, drýldinn af vizku sinni. Svo er mál með vexti, að Morg- unblaðið heldur því blákalt fram, að Bjarni Ben sé ofurmenni og að hann sé stjórnin og stjórnin það sé hann. . . Var það ekki Lúðvík fjórtándi, sem sagði: „Ríkið — það er ég“? — Jú, það passar, svaraði ég. „L’état cest moi“. — Akkúrat, ég er bara farinn að ryðga svoddan fjanda í frönskunni. En það er eitthvað í þessa áttina með Bjarna. Ekki að hann segi það beinlínis sjálfur. En það gera þeir fullum fetum Eykon og Þorsteinn gamli Jónsson. En þctta þykir krötunum auðvitað hábölv- að, því að auðvitað rnega þeir ekki við því, að skrautfjöðrunum fækki, þótt bitl- ingunum fjölgi. Og nú eru Mogginn og Alþýðublaðið komin í hár saman, og ef svo fer sem nú horfir, þá er eins víst að stjórnin springi á þessu máli, enda er það tvímælalaust viðkvæmasta deilu- málið eins og er. . . Jæja, nema ég arka upp á Mogga í morgun. Rétt á undan mér rogaðist Þorsteinn gamli Jónsson áttræður með gríðarmikla handrita- böggla sitt undir hvorri hendi. Þóttist ég vita, að það væru lofritgerðir um Bjarna, sem öldungurinn hefði verið að berja sarnan, og má nú segja að ekki er ellidögunum illa varið með því. Uppi á ritstjórninni virtist allt ganga sinn vanagang. Elín Pálma var á reið- buxum og öll hrossamóðug — hafði víst verið í göngum á Grímstunguheiði, og var nú að pikka ferðasöguna niður. Aft- ur á móti var Vignir í sparifötunum, aldrei þessu vant. Hann var að gera uppkast að nýrri Bænarskrá frá Dáta- sjónvarpsunnendum, að þessu sinni til Makk-Navarra. Hann vandaði sig ákaf- lega og iak tunguna út í annað munn- vikið eins og sveitastúlka, sem er að skrifa ástarbréf . . . Úti í horni var Siggi Magg að setja saman níð um eitthvert leikrit í Þjóðleikhúsinu, en Haraldur Hamar notaði tækifærið á meðan og hripaði niður í einurn grænum Rabb í næstu Lesbók. Ég spurði eftir ritstjórum, en fékk þau svör, að þar væri nú fátt unr fína drætti. Sigurður frá Vigur væri eitt- hvað að snatast yfir á Norðurlöndum, og saknaði hans enginn. Matti Jó væri að mestu út úr heiminum þessa dag- ana, væri alltaf að yrkja Sálma á atórn- öld, og fögnuðu þvi víst allir — hann skrifaði þá ekki í blaðið á meðan. — Hins vegar væri Eyjólfur Konráð til staðar, ef ég gæti brúkað hann til ein- Vignir var a6 semja nýja Bænaskró. Hann vandaði sig ókafiega.... 10 S p e g i 11 i n n

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.