Spegillinn - 01.10.1966, Page 19
„Að steypa
(yfir)stjórn'
„Frá Suður-Kóreu berast þær
fréttir að þar hafi óvenjulegir
atburðir orðið ríkisstjórn lands-
ins að falli. Málavextir voru
þeir, að til mjög harðra orða-
skipta koni á þjóðþingi landsins,
sem út af fyrir sig eru engin
tíðindi. En þarna var ekki látið
sitja við orðin tóm, heldur kom
éinn þingmaður á fundinn vopn-
aöur fötu sem í var saur og þvag
blandað saman. Hann steig í
ræðustól og réðist þar heiftar-
lega á ríkisstjórnina í orðum, og
að endaðri ræðunni þreif hann
fötuna • og hellti úr henni yfir
forsætisráðherrann .. ..' Hér á
landi láta pólitíkusar sér nægja
að ausa hvern annan óþverra á
myndrænan hátt, í orðum. Von-
andi láta menn sér það nægja
eftirleiðis og fara ekki að taka
upp háttu Suður-Kóreu manna.
Þó gæti það svo sem tekið sig
nógu vel út, ef Framsóknarmenn
kæmu til dæmis einhverntíma á
þing fund með sinn margfræga
kopp og skvettu úr honum á
andstæðinga sína“.
(Úr Alþýðublaðinu).
Aumingja Freymóður!
OSRAM
Eftirfarandi rosafrétt birtist i
einu dagblaðinu fyrir nokkru:
„Um þessar mundir er til sýn-
is í glúgga Málarans við Banka-
stræti stór mynd eftir Freymóð
Jóhannsson af höfninni í Vest-
mannaeyjum. Hafa margir
staldrað við í Bankastræti til að
horfa á myndina, eins og sjá má
á meðfylgjandi mynd, sem tekin
var í rigningunni í fyrradag af
ljósm. Mbl. Sv. Þorm.
Við slógum á þráðinn til Frey-
móðs, og spurðum um tildrög
að málun þessarar myndar?
Freymóður: „Sparisjóður Vest-
mannaeyja hringdi í mig og
pantaði málverk frá Vestmanna-
eyjum hjá mér, sem ætti að
hengjast upp 1 afgreiðslusal
hinnar nýju byggingar. Ég fór
svo í sumar til Eyja, og kannaði
málið, og síðan hef ég unnið að
þessari mynd. Myndinni verður
komið fyrir á veggnum, sem
blasir við fólki, þegar inn er
komið, og það er góð birta
þarna.
Myndin verður til sýnis í Mál-
araglugganum til sunnudags-
kvölds en fer eftir það fljótlega
til Vestmannaeyja".
Ja, fyrr má nú vera ofstækið!
Oft hefur mönnum ofboðið
háttalag málara vorra, en okkur
vitanlega hefur þeim aldrei ver-
ið hótað hengingu fyrr. — Senni-
lega eru stjórnendur Sparisjóðs-
ins í Eyjum harla drykkfelldir
og afar andstæðir templurum,
en Freymóður er, sem kunnugt
er, einn stinnasti templari lands-
ins.
BAUNIR I TÓMATSOSU
iAKDAKBTB
RLANDADIR ÁVtXTIB
r.RÆNAR RAUNiB
Heildsölubirgðir:
Kristján Ó. Skagfjörð h.f.
S p e g i II i n n 19