Spegillinn - 01.10.1966, Síða 21

Spegillinn - 01.10.1966, Síða 21
Flatríms- þáttur Þó er nú vetur genginn í garð með kuidastrekkingi hér syðra, en snjókoma eða slyddu norðanlands Og skamm- degið verður svartara með degi hverjum, dagarnir styttast óðum, en kvöldin og næturnar lengjast að sama skapi. Er þó gott að stytta sér stundir við þjóðlegan kveðskap, og skulum við nú heyra fóeinar stökur. „í bóli mínu heti ég legið lon og don, lengst af bæði öfugur og þversum. Við því um líkar aðstæður er nú tæpast von ó yfirmóta kristilegum versum. Þett sýnist okkur rétt lagleg kveðið. Lamar mig gigtin, lendin er því nær stjörf, og logandi sórir stingir í öxlum og mjóbaki. Ei var mér fyrri brýnni og bróðari þörf ó brennivínsdreitli, ósamt kvenfólki og tóbaki. Ágæt lýsing ó heilsufarinu í skammdeginu, andlegu og líkamlegu. (Lýsingarorðin „andlegu" og „líkamlegu" eiga auðvitað við heilsufarið en ekki skammdegið). I bönkum landsins lítið var um lónsfé mörgu sinni. En hvaðan fengu þeir krónurnar til kaupanna á Skarðsbókinni? Tímabær og góð vísa um Skarðsbókarævintýri Seðla- bankans. Nordal vill lóta þjóðina spara og spara, unz spikið rennur í kílóatali af ’enni. Mun þó að lokum langsoltin þjóðin bara leggjast ó bókina sem hann keypti og gaf ’enni. Þessi vísa þarfnast ekki skýringar, hagspeki Nordals er alkunn, og fólk hlýtur að kunna orðið utan að söguna um Skarðsbókarkaup bankanna, undir röggsamlegri forustu Seðlabankans. Þyngist róður, þríf ég pennann, þjóðina hvetjandi: Viðreisnin er varla ó þennan vetur setjandi. Mikið andskoti finnst oss þetta gott stef. Ásjónan var einkar pen af öðrum smettum bar hún. Myndaði skeifu Bjarni Ben, beinlínis falleg var hún. Ekki er þetta dónaleg íýsing d forsætisróðherra vorum í sjónvarpinu, sællar minningar. Á þingi yrði þegar í stað þvælan stórum minni, ef þingmenn bara bæru sig að beita skynseminni. Ágæt vísa, — eða var fjdrmólaróðherra vor kannski ekki að mælast til þess að skynsemin yrði tekin í notkun d Al- þingi? Vel ég blessað bullið skií og blaðrið sundurleita. Eiginleikum sem ekki eru til er aldrei hægt að beita. Þessa vísu ber að skoða sem beint framhald af næstu vísu d undan, og hér er því slegið föstu, að af góðum og gildum dstæðum sé tómt mdl að tala um aukin dhrif skynseminnar d Alþingi. Þjóðin fékk af Nordal nóg, nú fer að léttast buddan. Oss í bili bjargar þó blessuð kdlfsskinnsskruddan. Þennan gullaldarkviðling Idtum vér vera vort síðasta orð að sinni. Flatrimarinn. S p e g i 11 i n n 21

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.