Spegillinn - 01.10.1966, Page 16

Spegillinn - 01.10.1966, Page 16
ÓSKATEXTALAGAJÁTNINGAR í frómn tilefni af öndugisgrein 9. tbl. Spegilsins, hver nefnd er óskalög stjórn- málamanna, viljurn vér 1 öllu lítillæti á- benda, að vér teljum ekki að fullu skýrt innræti þeirra og andligur þenkimáti, utan fullur og greiniligur teti sé fram- lagður, hvar í speglist þeirra andrænu viðhorf og þenkingar í þeirra stóru störfum á lifsreisunni. Mætti þá svo fara, að lestri og námi loknu, að þeir stóru stæðu oss á vissan máta öllu nær en áður, á sama hátt og opin bók er þægi- legri aflestrar en hin lokaða. Skal nú opna þessi vor og þeirra vers öllum les- öndum Spegilsins, til innsæis og fróð- leiks. Byrjast á söngtexta Ingólfs smjör- fjallskóngs á Hellu og hljóðar svo: Fjallið eina, sem allt mitt fólk ó, er af púra sméri, ef að svo hafið yrði að mjólk út ó það glatt ég réri, skilvindur skakandi, skollaeyrum blakandi, stólmrjómann strokkandi, stórfjallið hækkandi, stæltur ó stjórnarmeri. Þánki vor til Einars Olgeirssonar er uppfylltur samúð, enda skiljum vér allra manna bezt þá reginbyrði er hækk- andi áratala leggur oss á bak og lendar, meður visnandi áhrifum, ekki síðui á stjórnmálavellinum en túnvclli gaml- ingja í sveit Svo tautar Einar á göngu sinni- 'f Sjó roðann í austri sem rís og stígur, raust minni förlar, hún lækkar og hnígur, Þjóðvarnar-alþýðu- bölvað — band ber mig um kaldan eyðisand. í Kína og Rússíó roðinn roðnar, þó rökkvar d Fróni og eldurinn koðnar. ótt ennþd sé dulan mín rauð og rjóð ég ræð ekki lengur við mína þjóð. Það er oss fortalið, að Gylfi Þ. sé söngvinn í bezta máta, enda hvíli sig á stundum frá amstri stjórnunarstarfa við lagasmíðar, (til söngs). í sínu lítil- læti raular hann hér gamalt og stutt þjóðlag, enda þótt hann taki flugið oft ærið hátt, og langt ofar fiðrildasviði fólksins: Fljúga hvítu fiðrildin, flýg ég líka — stundum, hærra upp í hdloftin og hylli sjólfs míns gófnaskin, og leik mér við að læra ó Stórra fundum. Aldrei mundum vér það samþykkja, að mæta Jóhanni Havsteen í engilslíki, og ckki myndu málarameistr.rar gamla tímans hafa treyst sér til að láta honum vaxa vængi. Hitt er svo annað mál, að frómar óskir eiga sinn rétt, og mein- lausar vangaveltur líka. Texti Jóhanns er laglaus, en Kobbi bróðir væri vís til að bæta úr því: Ef engill ég væri og vængi ég bæri þó vildi ég fljúga sem Gylfi þorn, en ég kúri ó landi í kirkjunnar bandi og krýp mér þar úti í horn, semiandi sumar og vetur svolítið ausutetur, og útmæli iðnaðargöt ó ausur og kyrnur og föt. Þá birtist Eggert vor múrari, sem nú ku vera hættur þeim starfa, sem von er, raulandi gamalkunnugt lag meður nýj- um texta að mestu: Það gefur d bdtinn við Grænland og gustar við íslenzka strönd, en tamari' er múrara múrskeiðarnof en mæling ó brimróðurshönd, — þegar sjómaður ddðadrengur dorgar um norðuríshaf, ég held mig d þurru og þygg mína dýrð og þukla minn rdðherrastaf. Magnús á Mel ku vera hörkumenni, svo sem nef hans bendir til, en þar mun í vera bein en ekki brjósk, en grjótharð- ur í peningamálum þeim er að snúa ríkiskassanum. Hvort Bjarni hefur brúk- legt taumhald á Mánga, ef mikið liggur við, verður ekki vottað hér, en margt verður þó að teljast lygilegra, enda telst hann undirdánugut samkvæmt tignar- stöðu Bja na, sem er öllum ofar fyrir 16 S p e g 41 I i n n

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.