Spegillinn - 01.10.1966, Qupperneq 14

Spegillinn - 01.10.1966, Qupperneq 14
DRYKKJAN MIKLA Enn einu sinni hafa Islend- ingar getið sér orðstír á heims- mælikvarða, með allsérstæðum hætti þó. Og er það upphaf þess- arar nýjustu frægðarsögu, að fjögur hundruð, stór, íslenzkra söngmanna tóku sér far með rússneskum skemmtiferðadalli, Baltika að nafni, og hugðust kynna íslenzkan raddstyrk i Afríku suður, ef það mætti verða til að örva skreiðarsöluna suður þangað, svo og aðra af- urðasölu vora, sem nú stendur höllum fæti. Jafnframt hugðust menn nota tækifærið til að „lyfta sér upp“ og sjá sig um í hinum stóra heimi. Það er ekki allskostar rétt, að söngmennirnir hafi los- að fjögur hundruð, heldur eru konur hér meðtaldar. En óðar er hópur þessi kom um borð i lystisnekkju kommanna, settust menn (og jafnvel konur) að drykkju, því fátt er nauðsyn- legri undirbúningur fyrir vel heppnaðan landkynningarsöng, en hæfileg slípun raddbandanna, ásamt andlegri upplyftingu og vellíðunar á sálinni. Þannig hófst morgunn hins fyrsta dags fararinnar með drykkju, og hélst hún þann dag allan. Gekk all- ^ *b* /iffiuí svo malcalaust /~\ i f f .. ^ Ijóoiandi’a. tner / / Að kvöldi fyrsta dags. nf>u óezla. heim^ins SValqlind " Að morgni annars dags. mjög á hinar fljótandi birgðir dallsins þegar á fyrsta degi, enda munu menn hafa verið lang-þurrir I kverkum. Leið svo enn fyrsti dagur i glaumi og gleði og töldu fáir eftir sér að leggja nótt við dag við radd- bandaslípunina. Hófst svo morg- unn hins annars dags með ört þverrandi birgðum i fljótandi formi, en þær voru í upphafi ferðar við það miðaðar að end- ast venjulegu fólki í fimm daga. Leið nú hinn annar dagur til /4 S p e g i 11 i n n

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.