Spegillinn - 01.10.1966, Síða 17

Spegillinn - 01.10.1966, Síða 17
utan Ásgeir. — Magnús raular og snýr nösum í vind: í dag er ég ríkur, í dag vil ég gefa djöful í komma og framsóknarpakk, krata ég reyni að seðja og sefa en sjólfstæðisbullurnar reiri á klakk. Þó lumi ég kannski á lítilli flösku og líði með þögninni forsetavín ég flækist með skraufþurra templara- tösku og tek að því vitni — en mest upp d grín. Eysteinn mun talinn réttsýnn, jafn- vel öllu framar en efni standa til, for- ingi mikill á sínum vígstöSvum og sköru- legur leiðtogi, enda raular hann, svo ekki verður misskilið: Vegir liggja allra ótta til eitthvað svona næstum hérumbil, þó ég viti vel hvar vaðið er vil ég reyndar ekkert segja þér, mundu bara að brúka hina leiðina og brjóta niður íhalds- Krata- skeiðina. Emíl ráðhcrra mun vera kratamerkt- ur, ærin mannlýsing og tæmandi, þó að viðbættu sálmversi einu litlu. Svo kveð- ur Emil: Til framandi landa ég bróðurhug ber og blíni til Westurs, þars forsetinn er að berjast við heiðgula bófa, ég læri af honum d hættunnar stund hvar hentast og skdst er að veita sér blund, með hausinn ó þegnskaparþófa. Svo ergist hver sem hann eldist, stendur þar. Þessu má snúa við, gjör- samliga, hvað aðsnýr Hannibal. Minn- umst vér þess, er hann á Westfjörðum reif kjaft á við 4, auk þess að slá um sig, eður frá sér, berum höndum. Nú er ást hans á þessum landshluta landskunn, einkum og sér í lagi á Arnarfirðinum, en á það byggðarlag, eður vissan hluta þess, hefur Hannibal lagt ástir miklar og borgað penninga fyrir fullnæging þeiirar ástar, enda syngur hann fullum hálsi og galopnum munni: Blessuð sértu, sveitin mín, Seldrdalur, Arnarfjörður, þar sem bónda-þefjan fín þrykkist inn í skyrtulín, — röðull þar í rjófri skín, roðalitur, fagurgjörður. Blessuð sértu, sveitin mín, Selórdalur, Arnarfjörður! Búandmaður í besta lagi er Bjöm vor húnvetningur, skapbrígðamaður nokk- ur, oft í jákvæða átt, vekur kímni á stundum, öðmm en þeim, sem fúlir eru að eðlislagi. Þolir illa þröngan múl (seg- ir Eysteinn) og hleypur þá vegleysur, enda vanur smali á víðum vangi í sveit. Svo syngur Björn (með gamla laginu): Tdp cg fjör og frískir menn finnast hér við rúmstokk enn, stórvel yngdir upp með bjór eftir daglangt gleðiþjór. — Hóttumdl — helst við skól, — heillar menn og konur enn, vökum hljótt um heita nótt, herðum þrótt við dstagnótt. Ekki þarf margorðar formúlur vegna Bjarna Ben. Hann er þjóðkunnur, bæði frá mannfundum og útvarpi og sjón- varpi (á SW-landi). En miklu best er hann kunnur af síðum Spegilsins, svo sem vera ber, enda kynntur þar bæði hugrænt og kroppslega. Því er það, er hann mælir fram sínar játningar, að vér sjáum hann sem lifandi af Spegil- síðum, og heyrum raust hans, er þjóð öll kannast við, bæði af eigin vörum og annan-a: Ég vil elska mitt land — til að efla minn hag, ég vil auðga minn flokk sérhvern komandi dag, ég vil hlaða’ undir mig og mitt hróp- andi lag, ég vil hækka og víkka og dýpka mitt fag. Ég vil Kommanna feigð, ég vil kæfa þó vel, ég vil knésetja Framsókn og berja f hel, ég vil klafbósa allt undir íhaldsins stél, ég vil einagra Krata við stjórnun fró Mel. Að lokum ábendist, að Gylfi gæti lag- sett þá texta, er ekki finnast lag við, svo og þau, er ekki eru lengur í tísku. Að þvi loknu gæti komið til mála, að stofna 11 manna kór, er væri tíraddaður. Stjórnandi yrði Bjarni Ben. og hefði hann munnlega framsögn fyrir hverju lagi. Væri Jrað áhrifaríkara, enda mundi þá textinn njóta sin betur. DALJT'ÚTTIR. S p e g i 11 i n n 17

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.