Spegillinn - 01.10.1966, Síða 12
Og það mg brúka Gylfa til að standa i randi út um lönd, þegar Bjarni mó
ekki vera að því.
Ég hugsaði mér að hafa sama hátt
á og Guðmundur Arnlaugsson, nýbak-
aður rektor. Hann setti nýjan skóla sinn
mörgum dögum fyrr en efni stóðu til,
bara vegna þess að hann sætti færis
þegar menntamálaráðherra var heima
(hvers vegna er oss ekki ljóst!) . . . Ég
skellti mér upp í Stjórnarráð og fékk þau
svör, þegar ég spurði eftir Gylfa, að
exilencið væri rétt nýskroppið út á Völl,
en það var óljóst í ráðuneytinu, hvort
ráðherrann ætlaði austur eða vestur,
nema hvort tveggja væri. Ég fékk mér
bíl eins og skot (á kostnað Spegilsins
auðvitað) og náði í skottið á exilensinu,
meðan það beið eftir því að vélin færi.
— Gylfi er alltaf ljómandi alminlegur
maður og hufflegur og tók mér vel.
— Og enn ert þú að leggja upp í
sendireisu fyrir föðurlandið, blessaður,
sagði ég íleðulega.
— Þetta verður einhver að gera, svar-
aði ráðherrann hressilega. Annars get ég
nú varla kallað þetta reisu. Ég þarf að
skreppa vestur í New York í dag til að
tala með tveim hrútshornum við karl-
ana í Alþjóðabankanum, en annað
kvöld þarf ég að vera kominn yfir til
Kaupmannahafnar að undirrita sam-
díomulag um einhvers konar Norður-
landamenningarmál, sem ég þarf að
12 Spegillinn
kynna mér, þegar þangað er komið. En
hinn daginn verð ég að vera korninn
heim og austur að Egilsstöðum á kjör-
dæmisþing.
— Ja, miklir eru þeir snúningar!
varð mér að orði. En geta þessir rán-
dýru ambassadorar okkar ekki gert
sumt af þessu smásnatti?
— Æ, þú veizt nú hvernig þessir
ambassadorar eru, svaraði ráðherrann.
— Þetta hafa nú verið hálfgerð gamal-
mennaheimili þarna úti og srzt til stór-
ræðanna.
— Já, þið eruð nú búnir að heimta
tvo elliæra fornkrata heim aftur.
— Jú, jú, komnir eru þeir, karla-
greyin. Og það væri nú ekki nema gott
og blessað, ef þeir gætu látið vera að
dríta úr sér stóreflis ævisagnadoðrönt-
um, jafnskjótt og þeir eru komnir heim.
— Já, sagði ég, þarna geturðu séð að
hann Stebbi gamli Jóh. hefur ekki haft
ýkja mikið að gera þarna í embættinu
úti í Höfn, úr því að hann hefur jafn-
framt því haft tíma til að setja saman
ævisögu upp á par bindi.
— Það var og. En ætlaðir þú ekki að
segja eitthvað við mig annað? spurði
exellensið.
— Jú, rétt var nú það. Ég ætlaði að
heyra álit þitt á því háttalagi Morgun-
blaðsins, að eigna honum Bjama það
sem blessuð ríkisstjórnin hefur gott gert.
Það varð snögg breyting á ráðherr-
anum. Hann varð bókstaflega óðamála
um stund og ég hef aldrei heyrt hann
jafnstórorðan:
„Ég held hann sé orðinn vitlaus, karl-
skrattinn! Þetta eru hrópleg ósannindi,
sem við munurn aldrei þola, þótt það
kosti samstarfsslit. Til dæmis þetta með
utanríkismálin. Allir vita, að það var
hann Gvenclur í, sem fastmótaði hina
stórfarsælu utanríkisstefnu, og Bjarni
kom þar hvergi nærri. Og Emil gamli
heldur sæmilega í horfinu, enda þótt
ræðuna á allsherjarþinginu vestra hefði
ég betur flutt sjálfur. Og hvað snertir
hina stórkostlegu og blómlegu framþró-
un í menntamálum þjóðarinnar......
(„Og Norðurlandskjördæmis eystra“,
skaut ég inn í, en ráðherrann lét sem
hann heyrði það ekki) . .. þá veit ég
ekki betur en að hún sé mér einum að
þakka. Og hvaða ráðherra hefur flogið
lengst, setið fleiri veizlur og haldið fleiri
tækifærisræður? Ætli það sé ekki sami
ráðherra? Ha? Hvaða ferðalögum hef-
ur Bjarni svo sem af að státa, ha? Hann
önglaðist jú til ísraels. En ég fór alla
leið til Indlands og meira að segja
Kína....
— 0 ekki, skaut ég inn í. — Þú hefð-
ir betur orðið menntamálaráðherra í því
landi, blessaður. Þá værir æskulýður-
inn þar kannski citthvað spakari og bet-
ur upp alinn .... En heldurðu annars,
að það geti komið til stjórnarslita út af
þessu stórmennskubrjálæði í Bjarna og
Mogganum?
— Það getur meir en verið, svaraði
ráðherrann. Við þolum ekki svona
framferði....
Hann ætlaði að segja eitthvað fleira
en þá var kallað í hátalara, að farþegar
til New York ættu að hypja sig um
borð og Gylfi veifaði til mín og hljóp
upp landganginn.... Og þar með er
svo sú saga búin, þannig standa málin
í pólitíkinni núna .... Spegillinn spand-
érar næst, af því að ég borgaði í þetta
skipti....og sérfræðingurínn hvarf út
í síðdegisumferðina í Austurstræti.