Spegillinn - 01.10.1966, Page 15
jafnvægi. Leið hinn annar dagur
til mið aftanns, og tilkynnti þá
yfirbrytinn, að á þrotum væri
bæði mungát og mjöður, og
hefði hann aldregi vitað svo ó-
sleitilega neytt hinna fljótandi
vista úr búri sínu, og undraðist
stórum. Þykjumst vér skilja full-
vel undran brytans, einkum þar
sem líklegt er að honum hafi
eigi ljós verið sú eina rétta skýr-
ing á þambinu, nefnilega sú, að
aldrei mnu jafnmargir Landar
vorir hafa ferðast út fyrir land-
steinana í einum hóp! Er skip-
stjóra bárust þessi tíðindi setti
hann hljóðan um stund, en sið-
an gekk hann i brú og tók
stefnu á Gíbraltar. Var og haft
samband við útsölurnar bæði á
Snorrabraut og Lindargötu þar
i landi, og Spánverjinn beðinn
að hafa til á bryggjunni, þegar
skipið kæmi, sex daga skammt
handa fimm hundruð manns, vel
mældan. Leið hinn annar dagur
hádegis, og er það til marks um
vel heppnaða slípun raddband-
anna, að þau tóku sem óðast að
syngja sjálfkrafa, en vellíðunin
á sálinni verður bezt merkt af
þvi, að þeir farþegar, er ekki
sungu, gátu hlustað á rímnalög
Jóns Leifs án þess að komast úr
,_±
1 T~
i n £in
Gi n 1
VoJ t| \
V// /\/
'í/ WHisky
Komið til Gíbraltar. Eftirvænting ríkir. Þorstinn óbærilegur.
ferðarinnar til kvölds og þraut
þá bæði mungát og mjöð með
öllu. Þykir þetta einhver hin til-
þrifamesta drykkja, sem sögur
fara af, síðan Ása-Þór þreytti
kappdrykkjuna hjá Útgarða-
Loka forðum.
Söngvinn
S p e g i 11 i n n 15