Spegillinn - 01.10.1966, Qupperneq 24

Spegillinn - 01.10.1966, Qupperneq 24
Ur horðkróknum v — Góði geturðu ekki skroppið eftir mjólk snöggvast, ég er alveg mjólkur- laus, sagði frúin dag nokkurn í vetrar- byrjun, áður en ég var kominn allur inn úr dyrunum. — Hvað á ég að fá mikið, og ertu viss um að þig vanti þá ekki súrmjólk eða skyr líka, eða normalbrauð, sagði ég rétt miðlungi hlýlega. Frúin er nefni- lega dálítið skæð með að láta mann fara eina ferð eftir hverri vörutegund, mað- ur er stundum ekki fyrr kominn úr mjólkui'ferðinni en maður verður að brenna af stað í skyrferðina og að henni lokinni tekur iðulega brauðrútan við. — Fáðu tvær hyrnur, ég held það verði nóg, — nei, mig vantar ekkert annað, sagði frúin. — Heyrðu, ég steingleymdi að biðja þig að kaupa eitthvert álegg oná brauð, ef hún Rósa og hann Stjáni skyldu koma í kvöld, kallaði frúin um leið og og skreið inn úr dyrunum með mjólkur- hyrnurnar. — En áttu þá nokkurt brauðið, anz- aði ég og snéri þegar við til að fullnægja áleggsþörfum heimilisins. — Já, ég á nóg brauð, jæja, nei, ann- ars, fáðu eitt franskbrauð og hálft malt- brauð, já og nokkrar flatkökur, heyrðu og eitthvað kex, en ekki þetta íslenzka hrossbeinakex samt, sagði frúin með nokkrum hvíldum. — Þarna hefurðu brauðmat og álegg til vikunnar, góða, sagði ég, þegar ég skákaði innkaupapausanum inn á eld- húsborðið skömmu síðar. — Ætli brauðið yrði nú ekki orðið hart undir tönn í vikulokin, en farðu nú að borða, svo að ég geti gengið frá í eldhúsinu, ef það koma gestir, verst að ég gleymdi alveg að kaupa gulrófur með baununum, sagði frúin. — O, það hefur þá einhverntíma S p e g i 11 i n n 24 gleymst annað eins, sagði ég og réðst á saltketið og baunirnar. — Það varð lítið úr því að halli okk- — Það varð lítið úr því að Lalli okk- ar færi í skárri bekk í Gagnfræðaskólan- um, sagði frúin eftir stundarþögn. — Jæja, var hann ekki fluttur upp, hann hafði þó einkunina til þess, hélt ég, ansaði ég. — Ónei hann situr nú í sama bekkn- um, en strákurinn hennar Olafar á fjór- tán var fluttur upp, og var hann þó með mikið lægri meðaleinkunn á vor- prófinu, og stelpan hennar Kristínar á ellefu, sem aldrei hefur getað lært neitt flaug upp í næstbezta bekk, sagði frú- in gröm. — Það var mikið að hún stoppaði þó þar, stelpugreyið, sagði ég. — Ja, þér finnst þetta nú kannski allt í lagi, en ég veit ekki eftir hverjum fjandanum er farið við þessa röðun í bekkina úr því einkunnin hefur ekkert að segja, sagði frúin og var þegar orðin dálítið æst. — O, ætli ættfræðin ráði ekki öllu meira en einkunnin, ef því er að skipta, sagði ég spotzkur. — Ættfræðin? hváði frúin. — Já, ég meina, að það ráði mestu um þessa flutninga milli bekkja að krakkagreyin séu sæmilega ættuð og Lalli okkar á nú ekki til neinna stór- menna að teljo, sagði ég. — Já, þannig meint. Nú ég hefði nú haldið, að það væri ekki ættgöfginni fyrir að fara hjá stelpunni á ellefu, hún Kristín mín er nú bara lausaleiks- krói í aðra ættina og framhjátökubarn í hina, nú en maðurinn hennar hefur svo sem komist vel í álnir, ekki vantar það og þetta er víst orðinn áhrifamaður á æðri stöðum, sagði frúin og andvarp- aði. Mig grunaði að því andvarpi mundi fylgja smáfyrirlestur um það, hvað sumir menn væru lélegir að kom- ast áfram í heiminum og afla sér mann- virðinga svo að ég þakkaði fyrir mat- inn og forðaði mér inn í stofuna. ALMENNAR 1 TRYGGINGARf nsthússtrœli 9. siml 17700

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.