Spegillinn - 01.10.1966, Side 8
KRUMMINM
Á
SKJÁ NUM
Oft er vitnað til hinna síðustu og
verstu tíma, einhvem tíma heyrðum vér
jafnvel talað um Móðurharðindi, en
það eru nú bara vondir menn, sem telja
vora verstu nútíma svo vonda. Annars
grasserar verðbólga, og eldgos höfum
vér fyrir sunnan land, eitt hið lengsta
isíðan land byggðist, vírusar og kvefsótt
geysar í fólkinu, áframhaldandi heimska
á þingi, og svo er kominn upp hunda-
pest, sem enn hefir ekki sézt fvrir end-
ann á. Mórall þjóðarinnar í slappasta
lagi, svo mjög, að ekki þolir hann einu
sinni þrjú prósent mjöð. Það er þó alltaf
gleðiefni, að einhverjir skuli fyrirfinnast
meðal vor, sem svo þykja frómari og
betur af guði gerðir en aðrir menn, að
þeir þyki verðir fálkaorðu, en náðar-
samlegast fengu fjórir dánumenn sína
fálkaorðu nú fyrir skömmu.
Smjörfjallið ézt nú óðum upp, enda
billegra að éta smjör í seinni tíð en
áður var. Ekki fylgir það tíðindum, að
blóðtappi hafi aukizt, en það getur vel
verið að það sé einmitt ekki nærri eins
hættulegt að éta ódýrt smjör, eins og
þetta rándýra. Það er því öllu líklegra,
að það sé sjálft verðlagið á landbúnað-
arvörum vorum, sem hlaupi fyrir hjart-
að á mönnum, heldur er orsökin sé
matvælin sjálf.
Þetta kemur heim og saman við þá
kenningu að verðbólgan sé stórhættuleg,
hvernig, sem hún birtist einstaklingum,
sem þjóðarlíkamanum í heilu lagi. Verð-
bólgan getur því orðið eins konar þjóð-
arblóðtappi, ef keyrir úr hófi fram.
Það er meiri barlómurinn út af tog-
urunum, því að ekki getum vér séð, að
það komi að sök, þó að togararnir stoppi,
og nokkrar útgerðir fari á hausinn. Við
eigum í vændurn nýja atvinnuvegi og
með þeim nýja herra, stóriðjan mun
bjarga okkur, því að fiskveiðar eru ó-
stöðugar, og fiskiðnaður sóðalegur og
Islendingar höfum tapað nógu lengi á
útgerð, þó vér bæturn ekki einu árinu
á okkur enn. Nei, fiskveiðar eiga eng-
ann lífsrétt hjá okkur lengur, og stór-
iðjan mun áreiðanlega henta okkur bet-
ur, eða eru ekki allir sammála um það.
Þeir bæir hafa alltaf komizt bezt af,
sem aldrei hafa haft útgerð, en allir
verzlað hver við annan. Þannig er líka
áhættuminnzt að lifa, og svo rnyndu
slíkt þjóðfélagskerfi falla bezt fyrir hag-
fræðingana og teoríur þeirra. Því að
það er útgerðin,'sem öllu hagkerfi spill-
ir, og ruglar reiknimeistarana í ríminu.
NÝTT HAUSTVERÐ
W^^BÍLALEICAN
rALUR F
300 kr. daggjald
KR.. 2.50 á ekinn km.
ÞER
LEIK
Rauðarárstíg 31
sími 22-0-22
HITAMÁL!
Eitt af þungamálum Ríkis-
stjórnarinnar eftir sumarfrl var,
aö skikka vínhús Reykjavíkur til
að servera brennivinslaust
fjórða hvern laugardag. Tilgang-
inn skiljum við ekki, því að alla
laugardaga jafnt, geta þeir sem
ekki vilja drekka sterkt, sagt nei
takk, þó að þeir fari á vínveit-
ingastaði. Ofdrykkja á sér stað
annars staðar en á vínveitinga-
stöðum. Hafa forráðamenn vorir
og gútteplarar ekki gert sér
grein fyrir því.
ÁSKRIFTARSÍMI
SPEGILSINS
E R 510 20
8 SpegMoin