Spegillinn - 01.10.1966, Qupperneq 11
hvers. Betra er að veifa röngu tré en
öngu, hugsaði ég og vatt mér inn til
Eykons.
Þar gaf nú heldur en ekki á að líta.
Allt í kringum ritstjórann var úandi og
grúandi af myndum af Foringjanum:
Málverk, ljósmyndir af ýmsum stelling-
um, bústa, stytta í fullri líkamsstærð.
Eykon tók mér þokkalega, því að
hann vissi að ég var stjórnarmegin í
baráttunni. „Þú ert dálítið hrifinn af
onum Bjarna“, varð mér að orði. „Já,
það er nú meiri dýrðarmaðurinn!“ sagði
Eyvi með hrifningu, sem var greinilega
ósvikin. „Það er nú von að þú segir
það, sagði ég — er hann ekki búinn að
skikka þig sem þingmannsefni á Norð-
lendingagreyin?“ „Þó það nú væri“,
svaraði ritstjórinn, „ætli þeir eigi á betra
völ? Ekki var ann Einar Ingimundar
svo merkilegur“. „Nei, enda var ekki
smáræði fyrir því haft að koma honum
hingað suður og pína hann til að segja
af sér þingmanninum. En ertu nú svo
viss um, að Norðlingar séu svo ýkja
hrifnir af því að vera skikkaðir til að
kjósa þig, gerókunnugan Reykjavíkur-
ritstjóra?“, spurði ég. „Hvurn skrattann
varðar okkur um hvað kjósendur vilja?“
var svarið. „Síðan nýja kjördæmaskip-
unin gekk í gildi, ráða kjósendur engu
um framboð. Slíkt ákveða miðstjórnirn-
ar, enda er það það eina rétta“.
„Enda er kannski Bjarna einum til-
trúandi að gera það, úr því að þér fell-
ur svona vel við hann?“
„Forsætisráðherrann okkar, Bjarni
Ben, honoris causa, er mesti himnarík-
ismaður! Alll er honum vel gefið, sjálf-
rátt og ósjálfrátt. Hann er tvímælalaust
mesti hæfileikamaður þjóðarinnar.
Hann einn ákveður stefnu ríkisstjórn-
arinnar, utanríkismálastefnan er t.d.
hans verk eingöngu“.
„En hann er nú ekki einn í stjórn-
inni“, vogaði ég mér að segja.
„O, sama sem. Hann lofar Jóhanni
að undirrita ýmsa vafasama milliríkja-
brasksamninga, eins og álið og kísilgúr-
inn Hann lofar Manga að sýsla við
Allt í kringum ritstjórann var úandi og grúandi af myndum af Foringjanum.
fjármál og skattheimtu, af því að þau
eru óvinsælust, og þegar Mangi verður
búinn að gera sig eins óvinsælan og
Gunnar, verður hann bara dubbaður
upp sem sendiherra í Timbúktú eða
Senegambíu. Og Ingólfur fær að dunda
við smjörfjallið og rövlið í bændunum.
En auðvitað er það Foringinn, sem á-
kveður stefnuna í öllum þessum mál-
um“.
„En þú gleymir krataráðherrunum,
minn elskanlegi“, skaut ég inn í.
„Þvuh!“ sagði ritstjórinn fyrirlitlega.
„Ég held okkur megi nú vera sama-
hvorum megin á rassi þeir ríða!“
„Er það nú víst?“ sagði ég. „Þykir
ykkur ekki skárra að hafa stuðninginn
þeirra cn engan?“
„Ajú, kannski, enda kostar hann ekki
svo mikið. Og það má brúka hann Gylfa
til að standa í þessu randi út um Iönd,
þegar Bjarni má ekki vera að því sjálf-
ur. Og til að halda ómerkileg kokkteil-
boð og ráða einhverjar kennarablækur
út um sveitir. Hina tala ég ekki um“.
Eftir vinsamlegar viðræður kvaddi ég
Eykon og hugsaði mér til hreyfings að
heyra álit kratanna á þessu viðkvæma
stórmáli. Eg taldi ekki ómarksins vert
að tala við strákana á Alþýðublaðinu,
betra væri að snúa sér beint til Gylfa.
Ég taldi horfur á því, að hann væri
heima, því að Alþbl. hafði skýrt svo
frá athöfnum hans daginn áður: Var
við vígslu nýs skóla fyrir háskóla, át
hádegisverð á Bessastöðum, vegna hing-
aðkvámu ambassadors frá Bechuana-
landi (í fráveru Emils), opnaði sýningu
kl. 2, var síðan í tveimur kokkteilpart-
íum hjá útlendingum og einu hjá sjálf-
um sér, hélt framsöguræðu hjá Krata-
félagi kl. 8,30, og hitti einhvern am-
bassador kl. 10. Um háttatíma ráðherr-
ans gat blaðið ekki.
AXMINSTER .. annaí ekki
Spegillinn 11