Spegillinn - 01.10.1966, Qupperneq 20

Spegillinn - 01.10.1966, Qupperneq 20
ÚTSÖLUSTAÐIR: Útvarpsvirki Laugarness, Hrísafeig 47 Radionetfe-búðin, Aðalstræti 8 Baldur Jónsson sf, Hverfisgötu 37 Búslóð hf, Skipholti 19 Stapafell hf, Keflavík Kaupfélag Suðurnesja, Gnndavík Húsgagnaverzlun Akraness UMBOÐSMENN: Einar Farestveit & co. h.t. Vesturgötu 2 — Sími 16995 „Viðhaldið eift dugar ekki" Þannig hljóðaði fyrirsögn 1 Tímanum í sunnudagsblaði fyrir skömmu. Vér erum algerlega sammála þeirri staðhæfingu, sem fram kemur í fyrirsögninni. Auk þess er það skoðun vor, að engum sé vansalaust að halda svo hressilega framhjá konu sinni, að hann láti sér nægja viðhald- ið eitt. Líka er á það að líta, að ef maður getur látið sér nægja viðhaldið eitt, ætti þá líka að geta látið sér nægja eiginkon- una eina. En auðvitað er eðlileg- ast að jafna þessu niður á báða aðila, og ætti það að vera hverj- um fullhrRustum karlmanni vo>-kunnarlaust Hins vegar telj- 20 S p e g i 11 i n n um vér lýðræðislegra að hafa viðhöldin fleiri en eitt, en eigi að síður verður að gæta fyllsta jafnaðar og réttlætis. En þvi meir sem viðhöldum fjölgar, því meir reynir á þrek og karl- mennsku, eða eins og stendur ' gamalli vísu: „Sá má vera í förum frár fornar dyggðir geyma, sem annexíur annast þrjár og aðalkirkju heima“. Til að rökstyðja staðhæfingu sína um að „viðhaldið eitt dugi ekl'i'* teflir Tíminn fram sjálf- um ritara Framsóknarílokksins, I-Ielga Bergs, og þurfum vér þá ekl ‘ frekar vitnanna við, því að „annar eins maður og Oliver Lodge / fer ekki með neina lygi“, eins og þar stendur. — 1 skarpviturlegum hugleiðingum sínum við viðhöld segir Helgi Bergs: „Þeir hristast sundur fyrir aldur fram, og viðhald þeirra verður óhæfilega dýrt“......... „Hvernig má ráða bót á þessu? Auka viðhaldið? Það væri skammgóður vermir. Við kom- umst lítið áfram í þessum mál- um, ef við erum alltaf að bcra ofan í sömu holurnar**.... „Að halda þeim vel við við þessar aðstæður yrði óhæfilega kostn- aðarsamt. Það er hliðstætt því a hlaða 5 tonna bil að jafnaði með 10 tonna hlassi. Viðhahlið yrði óbærilegt** Þetta voru ummæli Helga Bergs um viðhöld, og erum vér honum sammála 1 aðalatriðum, svo og kjörorði Tímans: „Við- haldið eitt dugar ekki“ Heiidsolubugóir Kristján Ó. Skagfjórð

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.