Spegillinn - 01.10.1966, Blaðsíða 7
ÓNOTAÐ TILBOÐ,
það er nóg til aó maður horfir á
liann í sjónvarpi þó manni dytti
ekki í hug að hlusta á hann í
útvarpi.
Sakamálamyndirnar um dýr-
linginn eru afbiagðs góðar, þó
þær standist ekki samjöfnuð við
þáttinn hans Bjarna, því oss hef-
ir alltaf fundizt Bjarni vera okk-
ar bezti dýrlingur.
Oss varð það á, þegar vér
horfðum á og hlustuðum á unga
söngkonu flytja amerísk þjóðlög
lenzka teksta, svona fyrsta kast-
ið, því fjandakornið, það getur
ekki allt verið uppsungið það
sem ort hefir verið á íslenzka
tungu síðan landnám hófst. Vér
höfum t.d. ekki orðið varir við,
að það hafi enn verið tvistað
við: „Það mælti mín móðir“, eft-
ir Egil Skallagrímsson. Vér skor
um hér með á Savannah-tríóið,
að útsetja þetta kvæði til söngs
þegar í stað og efum ekki, að
það muni njóta gífurlegra vin-
vfiN 1
Skók — Mót!
að slökkva fyrir sjónvarpið, því
vér héldum að það hefði verið
kveikt á því Kefbblvízka í mis-
gripum, en það var þá óvart
hið mörlepzka. Við teljum að
hægt sé að halda sér við ís-
sælda þannig, ekki síður en með
hinu laginu.
Ennfremur þótti oss fiskabúr-
ið, sem sýnt er milli þátta, af-
bragðsgott, en vér höfum illan
bifur á þessum útlendu fiskum,
sem í því synda. Það er eins og
fyrri daginn, að allt er talið bezt
sem útlent er. Var ekki eins
hægt að notazt við ýsu, og ís-
lenzkan þorsk. Vér erum hand-
vissir um að innlendir þorskar
myndu hafa betri áhrif, en út-
lendir fiskar — móralskt séð.
Þulurnar — væru afbragðs-
góðar og yljuðu vorum gömlu
hjörtum, um hjartarætur, því
sætar voru þær, því verður ekki
neitað.
Þá var víst á annarri eða
þriðju útsendingu, sem Sigurði
Sigurðssyni brá fyrir á skerm-
inum, og þá varð henni lang-
ömmu minni að orði: „Gvöð, ég
sem hefi alltaf haldið að hann
væri svo sætur“ Þetta voru svo
sem ekki neinir sleggjudómar,
því að henni hafði alltaf þótt
svo indælt að hlusta á hann Sig-
urð, þó að hún hefði ekki hunds-
vit á fótbolta. Það er verst, ef
hún hættir nú að hlusta á liann,
ef hún þarf að horfa á hann um
leið.
Og svo nú fyrir stuttu, feng-
um við að horfa á skákþátt, sem
Guðmundur Arnlaugsson stjórn-
aði, en vér höfðum einstöku
sinnum hlustað á slíka þætti í
útvarpinu, en nú horfðum vér á
hann og urðum algjörlega mát!
Fréttaþulirnir eru afbragðs-
góðir 1 sjónvarpinu, sérstaklega
finnst oss hann Magnús Bjarn-
freðsson vera töff, þegar hann
les um mannfallið í Viet Nam.
í held þykir oss vel af stað
farið, ef ekki er slakað á, og
leyfum vér oss því að gratulera,
þeim smáu og stóru, sem að
bramboltinu standa.
í Tímanum 25. okt. er pistilí
eftir Sigarð Jónsson frá Brún
um hrossarækt að Hólum. Hann
klikkir út með eftirfarandi:
„Ég undirritaður býðst til að
lána mitt vit til ráðstöfunar
þeirra einstaklinga, sem frá mér
eru komnir að sorpskóflunni.
Það er að vísu lítil aðstoð, en
sú eina, sem ég á ráð á, og væri
sennilega velkomin".
Vér höfum ekki lesið að til-
boðinu hafi verið tekið.
DRAUGAGANGUR.
Draugagangur heyrir ekki ein-
ungis fortiðinni til, því að upp-
risinn er svokallaður „sjón-
varpsdraugur“ en það mun að-
allega vera Símon sem kendur
var við Naustið; sem hefir orðið
fyrir barðinu á honum. Það get-
ur verið soldið gaman að draug-
um og draugagangi, ef bölvuð
tæknin gæti ekki kveðið þá
flesta niður — eins og skot.
KLÁMRIT.
Og nú lesum vér í fréttum, að
Danir ætli að afnema bann við
klámritum. Þeir sem kvíða mest
afnámi bannsins eru auðvitað
útgefendur klámrita, því að þeir
álíta, að bannið dragi stórlega
úr sölu. Því það er nú einu sinni
svo, að fólk vill helzt kaupa það,
sem bannað er.
Vel klæddur
viö öll tækiíæri
VTO'N«”
S p e g i 11 i n n 7