Spegillinn - 01.03.1967, Blaðsíða 3
ÞQTUR A ATOMOLD
Ný sport-tízka hefir haldið innreið sína, sem vetrar-
íþrótt. Hefir þetta nýja sport þann meginkost, að vera
iðkað ó rassinum, þ.e.a.s. sitjandi. Er þetta því holl
og góð þjólfun fyrir alla, og sérstaklega fyrir ungt
fólk, sem er að undirbúa sig undir lífið, sem menn
eyða í ríkara mæli á sitjandanum.
Áhaldið, sem setið er á heitir auðvitað „þota“ og
er miklu jarðneskara en flugvélar með sama nafni,
því að þetta er nánast plastbakki sem gegnir sínu þýð-
ingarmikla hlutverki.
Þar sem hér er um stórvirka nýjung á íþróttasviðinu
að ræða, sem á vafalaust eftir að gegna stóru menn-
ingarlegu hlutverki í þjálfun þeirra eiginleika, sem
mest koma við sögu, leggjum vér til að þotu-rennerí
verði gert að námsskyldu í öllum skólum.
Menntamálaráðherra, sem og aðrir ráðherrar hæst-
virtrar ríkisstjórnar ættu að sannprófa spotið til að
fullvissa sig um gildi „þotunnar" í menningarlegum
tilgangi.
SPEGILLiy N
RITNEFND: Jón Kr. Gunnarsson ritstj., Böðvar Guðlaugsson
og Ragnar Jóhannesson.
TEIKNARAR: Bjarni Jónsson, Halldór Pétursson og Ragnar Lár.
Áskriftarverð kr. 350.00. Einstök blöð. kr. 35.00
Pósthólf 594, Reykjavík. Sími ritstjóra 5-10-20.
Prentun meginmáls: Prentsmiðja Þjóðviljans.
Setning: Prentsmiðja Vísis.
S p e g i I I i n n 3