Spegillinn - 01.03.1967, Blaðsíða 7
Ásberg sýslumaður í hátíðabúningi sýslumanna (sjá greinina)
vopnaður kylfu og skammbyssu. Sigurður frá Vigur að baki
honum, báðir hræddir.
innan um málskjöl og skýrslur, lögreglu-
kylfu rammbyggilega og hið bezta vopn
-- og skammbyssu.
Eg er málkunnugur Asberg frá því
að ég var í Höfn á vegum Spegilsins
til að athuga um handritamálið. Ás-
berg átti heima þar þá.
Ég ávarpaði hann með tilhlýðilegri
virðingu, því að ég sá að maðurinn
var vopnaður.
— Heill og sæll héraðshöfðingi, hers-
höfðingi og hávelborinheit!
Sýsli tók kveðju rninni, ekki með
neinu marglæti, en sæmilega þó, þótti
sýnilega kveðjan góð því að maðurinn
er framgjarn.
— Þú ert bærilega búinn að vopn-
um og verjum sé ég, mælti ég.
— Já, allur er varinn góður, svar-
aði yfirvaldið, — maður veit aldrei
upp á hverju þeir kunna að taka, þessir
pólitísku ofsamenn.
— Nú, eru þeir svona bölvaðir, Fram-
sóknardrjólarnir og kommafíflin? spyr
ég-
— Hvað, þeir? Nei, þeir eru ljúfir
sem lömb, enda hafa þeir nóg að gera
að sleikja fýluna ár þessum fáu fylgis-
mönnum Halldórs á Kirkjubóli, sem
eru mestmegnis gúttemplarar og því lítt
vinsælir meðal almennings . . . Nei, sér-
fræðingur minn, það sorglega er, að það
eru mínir eigin flokksbræður, sem verst
láta út af því, að ég tók þriðja sætið,
en þeir Suðurfjarðaíhaldsmenn heimt-
uðu fyrsta eða annað sætið handa Þor-
valdi Garðari eða ekkert, og vildu þá
ekkert sæti á listanum. En ég hélt mig
vera að gera góðverk og bjarga okkar
flokki og var hálfpartinn píndur til að
taka þetta sæti. Og nú ætla Þorvalds-
menn að drepa mig, svo að ég get
varla óhultur verið á nóttu né degi.
Vigurjarl kemur til sögu.
— Já, laun heimsins eru vanþakklæti,
sagði ég og ætlaði að segja eitthvað
fleira, en áður en til þess kæmi heyrðist
fyrirgangur í forstofunni og lágvax-
inn og þybbinn rnaður hentist inn með
írafári, skellti hurðinni á eftir sér og
læsti hrökklásnum. Þegar han sneri sér
að okkur, sá ég að þetta var enginn ann-
ar en Sigúrður frá Vigur. Honum var
mjög bmgðið, náfölur, augun starandi
og flóttaleg, hárið hafði þynnst til
muna síðustu vikurnar.
— Ég held að einhverjir Þorv'aldar
Garðars-strákar séu á hælunum á mér,
þeir kölluðu „landráðamaður og skít-
hæll“ á eftir mér.
— Osei, sei, sei, sagði ég í huggunar-
tón. — Strákar em nú alltaf strákar
og það höfum við allir verið.
— Ekki ég, svaraði Sigurður. — Ég
var alltaf gott og hlýðið bam og lærði
kverið mitt utan að.
— Þú hefur þá ekki farið að beita
fyrir þig stráksskap fyrr en á þingmála-
fundunum, sagði ég, en hann virtast
ekki taka eftir því, enda vom þeir sýslu-
maður komnir í djúpar samræður, sem
ég vogaði mér að rjúfa, því að ég þurfti
að flýta mér.
— Haldið þið, að nokur hætta sé á
því, að Þorvaldur og hans menn starfi
með öðmm lista, sprengilista? spurði ég.
-— Það má fjandinn vita, svaraði Sig-
urður, honum finnst óbærilegt að lifa
utan þingsalanna. En það mætti
kannski fá æstustu fylgismenn hans til
að þegja — fyrir góð orð og bitling.
— Þú átt við mútur, sagði ég.
— Svona orðbragð er ekki þolandi í
húsakynnum embættisins, þrumaði
sýslumaður strangur.
Ég þóttist sjá að ég fengi ekkert út
úr þeim félögum annað en aumingja-
skapinn svo að ég fór leiðar minnar.
Á leiðinni norður eftir fjörðunum
hitti ég marga af fylgismönnum Þor-
valdar Garðars. Sumir fylgdu honum
með hangandi hendi, en sögðu þó að
betra væri þó að veifa röngu tré en
öngu, hann hefði þó verið þingmaður
þeirra og þeim þætti það helvíti hart
að Vestur-Isfirðingar hefðu engan full-
trúa á þingi — menn sem kosið höfðu
tilvonandi forseta landsins í mannsald-
ur, sama í hvaða flokki hann taldi sig
í það og það skiptið. En Matthías
Bjamason sögðust þeir aldrei kjósa, fyrr
mundu þeir kjósa andskotann eða dauð-
ir hggja.
Hjá skáldinu á Kirkjubóli.
Þegar mig bar að garði á Kirkjubóli
sat hið hryggbrotna þingmannsefni
Spegilsins við skriftir. Hann hafði sýni-
legt elzt mikið undanfarið og svipurinn
var eins og ég get hugsað mér að hafi
verið á Stefáni píslai-votti, nær hann
grýttur var.
•—- Alltaf ert þú að pára eitthvað
og dikta svona á milli gegninga, bless-
aður, sagði ég varlega. . . Ertu kannski
að skrifa eina brennivínsgreinina enn í
Tímann, eða kannski nýja píslarvættis-
grein. Mikil snilld var harmagráturinn
þinn í Tímanum urn daginn.
— Onei, það er nú hvorugt. Eg er
að setja saman passíusálm urn það
hvernig lukkan misfellur mannkindun-
um og er undir laginu „Allt eins og
blómstrið eina.“ Fyrsta erindið er
svona:
S p e g i 11 i n n 7