Spegillinn - 01.03.1967, Blaðsíða 21

Spegillinn - 01.03.1967, Blaðsíða 21
nenni ekki að standa í neinu snatti, sagði Gils og ók sér i herðunum. — Voru kommarnir í Alþýðubanda- laginu nokkuS á móti þér? spurSu ég. — Nú, það væri kannski ekki mikið sagt, að þeir beinlínis grátbændu mig um að fara í þetta aftur, sagði Gils og glotti við tönn. —• En Hannibalistarnir og Þjóðvarn- arfólkið hefur auðvitað staðið með þér, sagði ég. — Alþýðubandalagið stendur á bak við mig, sagði Gils helst til stuttaralega. — En hvort er nú sósíalistaflokkur- inn í Alþýðubandalaginu eða Alþýðu- bandalagiS í Sósíalistaflokknum, Gils minn? spurði ég. — Hvorugt og hvort tveggja, ansaði Gils svo stuttur í spuna að ég sá þann kost vænstan að hypja mig burt. Ég fór þá beint upp á Þjóðvilja og hitti að máli Magnús Kjartansson. Hann var aS leggja síSustu hönd á Austragreinina fyrir morgundaginn og brosti í kampinn að sínum eigin hugs- unum. — Sæll, Magnús minn, og eitthvað nruntu vera að sauma að íhaldinu núna, trúi ég, sagði ég. — Sæl Finnbjörg, og velkomin í okk- ar hús, sagði Magnús og brosti kunrp- anlega við mér með öðru munnvikinu, i hinu munnvikinu var hann með píp- una sína, forláta, handunna pípu frá Kína. •— Er þetta Reykjavíkurlistinn ykkar, hfagnús minn? sagði ég og benti á eitt- hvert nafnaregistur, sem lá á borðinu fyrir framan Magnús. — Þetta! Nci, þetta eru nöfn kjós- enda, sem Þjóðvarnarflokkurinn kemur til nreð að leggja í púkkið, liðlega tutt- ugu nöfn og tvö frá Málfundafélagi jafnaðarnranna, sagði Magnús og tott- aði pipuna. — Er það satt, að Einar rninn Ol- geirsson sé að hætta þingmennsku? sagði ég. — Ætli það ekki? Annars væri nú heppilegra að spyrja hann sjálfan, sagði Magnús. — Og hver tekur þá við af honunr, er nokkur fótur fyrir því að strákurinn hans Hannibals, hann Jón, eða hvað hann heitir, hafi komið til álíta senr eftimiaður Einars? spurði ég og þóttist ekki hafa heyrt seinni hlutann af svari Magnúsar. — Nú leitarðu ullar í geitarhúsi, Finnbjörg mín, ef þú ætlar að fá svar við þessu hjá mér, sagði Magnús. -— Já, þú ert búinn að heimsækja bæði Kína og Kúbu. Hvert ertu að hugsa að fara næst? spurði ég þá, til að Magnús skyldi ekki halda að ég væri neitt að spíanóera um innanfélagsmál Alþýðubandalagsins. — Það er alveg óráðið ennþá, sagði Magnús. — Kannski þú skreppir til Vietnam, svo margt ertu nú búinn að skrifa urn þá þar austurfrá, að þú ættir en rneira skilið heinrboð frá þeinr, sagði ég. — Hver veit, anzaði Magnús. — Kannski þú ætlir líka að setjast í helgan stein, hér heima, ég meina fara á þing eða því líkt? sagði. ég. — Ja, hver veit, sagði Magnús og brosti íbyggnu brosi út í það munnvikið, senr kínapípan var ekki í. Ég fór svo niður á Frjálsa þjóð og ætlaði að hafa tal af Jóni Hannibals- syni, en þar var mér sagt að hann kynni ekki við að láta sjá sig þar um þessar mundir, nreðan verið væri að reyna að sætta kommana og hanni- balistana innan Alþýðubandalagsins. Svo ég brá mér þá bara upp í Reyk- holt og hafði tal af Jónasi Ámasyni í staðinn. — Sæll og síblessaður alltaf Jónas minn, og mikið asskoti varstu nrikilúð- legur Skugga-Sveiim, það nrá nrikið vera ef þú flýgur ekki inn á þing fyrir atbeina Skugga-Sveinsgervisins, sagði ég. Magnús brosti íbyggnu brosi út i það munnvikið, sem Kina-pípan var ekki í. S p e g i 11 i n n 21

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.