Spegillinn - 01.03.1967, Blaðsíða 26
PROLOGUS
í þessu vora opna ljóðbréfi til Jóns
Hlustanda út af hans opna Stjórabréfi,
er oss það fremst að hugan að sanna
honum innræti vort og réttan þenki-
máta item gullvægar niðurstöður hverj-
ar byggjast á raunsæi vóru og skynsam-
ligum grundunum og þótt vér í allan
máta meta kunnum og skiljum hans
ígrundan hvað að snýr svínajarlinum og
slettirekukvennsunni, dettur oss ekki til
hugar að vór ástkæri Stjóri beri þann
ófrómleika innvortis í sér að hann kjósi
að stela ánægjunni frá sjálfum sér og
yfirfæra sem eina djöfulsins plagan á
sinn einkanlegan einkaritara en svo
mundi hann gera ef hann neitar sjálf-
um sér um þá ánægjunnar uppsprettu-
vökvan er innifelst í því að mega sjálfur
útreikna og á pappír festa tölur og upp-
talningu og nýtast við þá Hljóðvarps-
gleði eina að mega ncfna tölurnar í
Hljóðvarpi. punktur. Þótt sekúndu og
atkvæðatalning hafi ekki til þessa fram-
borin verið teljum vér þar um nærtæka
skýringu fáanlega fyrir lítinn penning
sumsé þá að eiga jafnan eitthvað í sarp-
inum er gjörla má nýta til næringar eð-
ur uppfyllingar ef sultur sverfur að í
talningarrollunni. Ellegar þá hin hugg-
unin, að vér þurfum ekki lengur að bíða
en til næsta þrítugastaogfyrsta desember
klukkan 23:30 en þá mun uppfest verða
ein stór og forláta mikil tafla í Sjón-
varpssal hvar Hann Sjálfur mun á
reikna fyrir allra sjónum sekúndumæl-
ingar allar og orða- og atkvæðatalning-
ar. Skulu vér nú allir eður öll bíða
þeirrar stundar meður sæmilegri eftir-
væntingu og tilhlakkan svo sem þekk
og artug smábörn bíða jólagjafanna á
afskektum sveitabæ frammi í afdala-
skoti hér á Islandi. Væntum vér nú að
samanlögðu forspjalli og ljóðbréfi að
vór vinur Jón megi í allan máta skilja
hvað fyrir oss vakir og að honum megi
framvegis takast og þóknast að glápa
á sinn ástkæra án túlkunnar P. G.
Wodehouse og jafnframt benda honum
á í allri vinsemd að lofa þeim ylhýra að
hafa í friði sinn einkaritara í fullu
trausti þess að sá ástkæri hafi aldri sýnt
henni það traust að fela henni útreikn-
ing á svo mikilsverðum tölum sem um-
getur í títtnefndu opnu bréfi.
Opið Ijóðabréf til Jóns Hlustanda:
(Vitneskju-grunsemd Wodehouse gaf,
sá veraldar þenkimann,
um Hljóð-Sjónvarpsstjórans armóð af
hvað einkaritarinn vann,
öll mun sú þekking í ysta haf
ofaní fara á bólakaf,
—— soddan ég sanna kann.)
Einn herlega þenkjandi heiðursmann
hyllir upp Vilhjálm Þorn
og virðir að hæfi víst með sann
viskunnar talnakorn,
þann fyrir pistil þakka vann
þinn einn, er kynnir sig lesarann
við Spegilsins spekihorn.
Allt er hér sagt fyrir utan spé
um er vér ræðum Hann,
stundir og mínútur mœlande,
í málvarpi vísdóm kann,
sekúndugögnum gleymande,
gagna þau ei í Hljóðvarpe
telur vor talnamann.
Gott mun oss nœsta gamlársdag
að gleypa vort talnafé,
vér sjáum og heyrum betri brag
í blessuðu Sjónvarpe
þars sekúndna hœkkar sigurlag,
vort sannlega krítartöflufag
um talnanna töfravé.
Þá mun viskunnar Villi Þorn
verslega sanna með krít
sekúndumálsins sirkilhorn
og svimandi talnarít.
minnkandi eining ofaní korn
hvar enginn dándismann veitir sporn,
og smœkkandi smámunaskít.
Atkvæðamanna atkvœði
öll munu tölum skráð,
en fávísra manna fratræði
forsmánun skulu háð,
fljótræði allt á flatsvæði,
framhleypni, spé og gatæði,
lúskrist í lengd og bráð.
„Hlustandi Jón“ það heyra má
að hans skulu bænarorð
rœtast, og má hann þá sjálfur sjá
sekúntna mektarborð
hlaðið tölum í skakk og ská
með skýringarþornum framaná
að ofan og aftur í sporð.
Dalakúturinn.
Heildsölubirgðir:
Kristjón Ó. Skagfjörð
UG-rauðkál
fœst í hverri matvöruverzlun
Verðið
er
stórlækkað
Heildsölubirgbir:
KR. Ó. SKAGFJÖRÐ
26 S p e g i 11 i n n