Spegillinn - 01.03.1967, Blaðsíða 20

Spegillinn - 01.03.1967, Blaðsíða 20
Finnbjörg á fartinni spjallar við Alþýðubandalagsmenn Alltaf er nóg að gera hjá manni, það má segja að maður sé á eilífum spretti frá klukkan 8 á morgnana til ellefu á kvöldin á virkum dögum og lengur um helgar. Eg þurfti auðvitað að liafa tal af þeim báðum, Auði minni Auðuns og Siggu minni Thorlacíus og inna þær eftir því, hverju þær spáðu um kosn- ingarnar. Auður var hin bjartsýnasta, en Sigríður var með dommasta móti og sagðist hafa farið í þetta meira af tryggð við flokkinn sinn en af því að hún byggist við að vinna þingsæti. Svo barst mér jú til eyrna þessi þráláti orð- rómur um heimiliserjur og önnur vand- ræði hjá Alþýðubandalaginu, og ég hugsaði mér að komast að því, livað hæft væri í þessu með einkaviðtölum við framámenn þar. Fyrst brá ég mér vestur í Selárdal í bráðófæru páska- veðri, auðvitað, og heilsaði upp á Hannibal bónda. Hannibal tók mér með kostum og kynjum eins og hans var von og vísa, lét setja fyrir mig 20 S p e g i 11 i n n súra bringukolla, selspik og súra hreyfa. og freðýsu og smjör. — Jæja, Hannibal minn, þú kannt vel við þig í sveitinni, eða hvað? spurði ég og kingdi ýsubita. -— Mjög svo vel! Ég er nú gamall sveitamaður og þekki sveitalífið, sagði Hannibal alúðlega. — Og þú ætlar að sitja á þingi á- fram fyrir Vestfirðinga, sagði ég. — Nú, ég vona að ég haldi sætinu; Vestfirðingar hafa alltaf reynzt mér vel, enda á ég hér margt skyldfólk Og vini og góð kunningja marga, sagði Hanni- bal. Já, þú ert auðvitað af Arnardals- ættinni. Og sonur þinn ætlar að berjast við hlið þér eða svo til, sagði ég. — Já, ég tók hann Ola minn með mér á listann, anzaði Hannibal. — Hvernig er það, er þetta ekki tóm Mogga-lygi að allt logi í innbyrðis deil- um í Alþýðubandalaginu, spurði ég. — Ja, það er auðvitað ýmsum vand- kvæðum bundið að sameina sósíalista og vinstri sinnaða utanflokksmenn, en takist það verulega vel, má Morgun- blaðið og allt þess hyski aldeilis biðja fyrir sér, sagði Hanniba! í baráttutón. Og ég þóttist sjá, að andstæðingarnir mundu ekki sækja gull í greipar þessa þrautreynda baráttumanns nú frekar en endranær. Næst heilsaði ég upp á Gils Guð- mundsson á skrifstofu Menningarsjóðs. Hann sat þar innan um háa stafla af rétt óútgefnum handritum og var lík- ari fræðaþul eða fornbókasala en póli- tíkusi. — Sæll vertu, Gils; jæja, ertu bú- inn að fara í yfirreið um Suðurnesin, sagði ég glaðklakkalega. — Sæl vertu, Finnbjörg. Nei, ég Morgunblaðið og allt þess hyski mó biðja fyrir sér, sagði Hannibal í baráttutón.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.