Spegillinn - 01.03.1967, Blaðsíða 18
Ur
borðkróknum
-— Við verðum aldeilis illa stödd með
ketmat um páskana, það var bara allt
hangiketið búið og sáralitið eftir af nýju
keti, nema úrgangsfitu og beinum, sagði
frúin rétt til svona, þegar ég kom heim
í hádeginu, þriðjudaginn í dimbilvik-
unni.
— Attu ekki fulla frystikistu af æti,
góða? spurði ég ósnortinn af kétáhyggj-
um frúarinnar.
— Nei, það er nú fjandinn sem er, ég
asnaðist ekki til að kaupa ketskrokk og
setja í kistuna, nú og svo steingleymdi
ég líka að fá mér svið, það er einmitt
svo ágætt að eiga svið í kstunni, hálf-
andvarpaði frúin.
— Hún er að minnsta kosti helzt til
dýr til þess að standa tóm úti í horni,
kistugreyið, jafnvel þótt hún sé allra
huggulegasta mubbla, sagði ég.
— Já, þú hefðir nú getað minnt mig
á að kaupa matarbirgðir í kistuna, en
það er eins og vant er, þú virðist aldrei
gera þér grein fyrir því að það þurfi
eitthvað að kaupa í matinn, ekki sízt
þegar allar verzlanir eru lokaðar marga
daga í röð eins og um páskana, sagði
frúin og reyndi auðvitað að koma bróð-
urpartinum af sökinni, þ.e. ketleysinu,
á mig.
•—■ Æi, góða, hann afi heitinn fór
tvisvar á ári í kaupstað, haust og vor,
og aldrei varð matarlaust á þeim bæ,
hér eru farnar margar ferðir á dag
í búð, og samt vofir hungursneyðin yf-
ir, ef verzlanir eru lokaðar tvo daga í
röð. Þetta er bara fyrirhyggju- og hugs-
unarleysi hjá fólki núna, góða, sagði
ég-
— Eg er ekkert að segja það, að það
sé ekki sjálfum okkur að kenna að hafa
ekki haft hugsun á að birgja okkur upp
af mat, að minnsta kosti ketmat, þegar
við höfum svona góðar ástæður til að
geyma matvælin, en það er ekkert betra
að vera ketlaus um páskana fyrir það,
sagði frúin og hélt áfram að gera mig
ábyrgan fyrir ketleysinu til jafns við sig
og vel það.
18 Spegillinn
—■ Nú, ég get svo sem reynt að tala
við hann Gla hérna út á horninu, ég
hef stundum herjað út ágætis ket hjá
honum, þótt kerlingarnar hafi ekki þótzt
fá neitt nema bein og fitu, sagði ég.
— Já, góði gerðu það, hringdu bara
í hann strax, sagði frúin.
(Eg snaraðist auðvitað í símann og
náði sambandi við Óla kaupmann á
næsta götuhorni, og ketspursmálið leyst-
ist eftir atvikum vel).
— Jæja, þá er þessu reddað, sagði
ég, þegar ég kom inn í eldhúsið aftur.
— Ó, það var ágætt. Eigum við þá
ekki bara að gera páskapöntun hjá hon-
um Ólafi? sagði frúin.
— Jú, það er lang vafningaminnst.
Ertu tilbúin með pöntunina? sagði ég.
— Nei, en ég verð enga stund að
taka hana saman, sagði frúin og náði
sér í blýant og pappírsörk.
■—■ Hvað ætli við þurfum mikið af
gosi, sagði frúin eftir litla stund.
—■ O, svona einn kassa, sagði ég. Frú-
in taldi í huganum og deildi með fjöl-
skyldustærð í gosflöskufjölda á fingrum
sér.
Einn kassi verður of lítið, ætli það
veiti af tveimur kössum, sagði hún.
— Nei, ætli það, anzaði ég annars
hugar upp úr Staksteinum Moggans.
Eftir dálitla stund var frúin búin að
skrifa upp pöntunarlistann og fékk mér
hann. Eg rétt renndi augum yfir hann
og sýndist hann í fljótu bragði líkari
því að eiga að nægja tíu manns til árs-
dvalar á eyðieyju en venjulegri fimm
manna fjölskyldu yfir eina páskahátíð í
þéttbýli. Auk ketsins og gossins voru ein-
ar þrjár tegundir af niðursoðnum ávöxt-
um, grænar baunir, rauðkál og rauð-
rófur o. fl. o. fl. Lestina ráku svo páska-
egg, 6 talsins, meðalstærð, og ísterta,
stærri gerðin.
— Er ekki betra að fá eitthvað af
kartöflum líka? sagði ég.
— Æ, jú, góði bættu þeim við, ég
steingleymdi þeim, sagði frúin.
Eg skrifaði karöflurnar á listann og
datt í hug, að það ætti áreiðanlega eftir
að koma i ljós ýmislegt, sem hefði
gleymzt, en ég sagði ekkert í þá átt að
sinni. Það yrði nógur tírninn að gera
athugasemdir við verzlunarhætti frúar-
innar, þegar ég kæmi heim um fimm-
leytið, og þyrfti, ef að vanda léti, að
hlaupa eins og þrjú — fjögur sprett-
hlaup út í búð, eftir einhverju smá-
vegis, sem hafði gleymzt, en þótti bráð-
nauðsynlegt til að halda gleðilega páska.
Eg stakk listanum á mig og tilkynnti
frúnni, að ég ætlaði að henda honum
inn til hans Óla um leið og ég hlypi í
strætó.
— Þetta verða alltaf cirka þrjú þús-
und krónur, sagði ég svona við sjálfan
mig, þegar ég var kominn það langt
niður í stigann, að frúin þurfti ekki að
heyra til mín frekar en verkast vildi.