Spegillinn - 01.03.1967, Blaðsíða 22
Páll Líndal talaði i fréttaauka
hljóðvarpsins annan páskadag
og sagði frá heimsókn sinni tii
Bretlands. Lét hann vel af mót-
tökunum, eins og menn gera
nú raunar alltaf í slíkum til-
fellum. Kom hann viða við og
sagði frá ýmsum athyglisverð-
um siðum og venjum aðals og
lægri stétta þar í Iandi. þótti
oss sérlega athyglisvert að
heyra, að á einhverjum umræðu
— eða rabbfundi, sem hann var
staddur á, hafði forsætisráð-
herrann bífurnar uppi á borði
allan fundartímann. Datt oss í
hug, að það væri aldeilis mun-
ur, ef okkar forsætisráðherra
reyndi að temja sér svo frjáls-
mannlega siði — og óþvingaðar
steliingar.
— Sæl Finnbjörg. Við Skugga-
Sveinn ætlum að fella Bensa Gröndal,
sagði Jónas kotroskinn.
— Bjartsýnn ertu, Joykir mér. Held-
urðu ekki, að þessi heimilisóánægja inn-
an Alþýðubandalagsins verði þér til traf-
ala? spurði ég.
— Uss, góða, kommarnir og her-
námsandstæðingarnir kjósa mig og
hannibalistarnir kjósa Skugga-Svein,
sagði Jónas í léttu máli.
— Já, þú segir nokkuð Jónas minn.
Ertu annars nokkuð að skrifa núna?
sagði ég.
— Hu, nei, ég hef ckki dottið oná
neina kerlingarálft eða karlhlunk, sem
nokkurt púður er í að tala við svo lengi
að hægt sé að gera bók úr samtalinit,
sagði Jónas og hló við. (Því miður var
nú Þ.Þ.Þ. rútan alveg á förum úr Reyk-
holti svo ég varð að kveðja Jónas í
skyndi og gleymdi auðvitað að óska hon-
um góðs gengis í baráttunni við Grön-
dal).
Finnbjörg á fartinni.
22 S p e g i 11 i n n