Spegillinn - 01.03.1967, Blaðsíða 6

Spegillinn - 01.03.1967, Blaðsíða 6
Sérfræðingur vor í pólitík kom æðandi upp á ritstjórn til okkar núna um daginn og var mikið niðri fyr- ir. Hann hlammaði sér niður í stól og seildist eftir vindlakassa blaðsins, en hann stóð á skrifborðinu til allrar ó- lukku. Þegar hann hafði blásið frá sér fyrsta o-eyknum, hóf hann upp raust sína. Heimabúnaður. — Ég þarf að fá ferðakostnað og hann ríflegan, strax, — sagði hann á- kveðinn. — Það er naumast, varð mér að orði. — Það er ekki nóg að við borgum þér hátt kaup og gefum þér að éta og drekka á dýrum veitingastöðum í hvert sinn sem við hittum þig . . . En hvert er ferðinni heitið, svona í hvínandi hvelji Er það suður á afvopnunarráðstefnuna í Genf eða vestur á þing Sameinuðu þjóðanna? — Nei, fjandinn hafi það, þvuh! hreytti sérfræðingur út úr sér með fyr- irlitningu. •—• íslendingar em nú bún- ir að senda svo mörg dusilmenni vestur á það þing, að allir aðrir fulltrúar líta niður á þá, þetta hafa að mestu verið durgar, skilja ekkert mál nema eitthvert hrafl í dönsku og því sofið á öllum fund- um. . . Nei, en vestur ætla ég samt, vestur á firði. Þar eru heldur en ekki að gerast tíðindi í pólitíkinni, karl minn, allt á öðrum endanum og hver höndin upp á móti annarri í tveimur stærstu flokkunum, Matthías drap Þor- vald Garðar, og Sigurvin og Steingrím- ur drepa Halldór þingmannsefni Speg- ilsins. Um að gera að kynnast ástand- inu frá fyrstu hendi heima í héraði. •— En em einhverjir kjósendur til þar vestra, sem telja missi í því að þeir Þorvaldur og Dóri séu ekki að vesenast á þingi sjálfum sér og kjósendum til ama og minnkunar? spurðum vér. — Já, það virðist svo. Að vísu hafa engir gert neina uppsteit út af Dóra greyinu, enda eru flokkshlekkirnir hald- betri hjá Framsókn en íhaldinu, og svo hefur Halldór birt í Tímanum svo aumkunarverða píslarvættisgrein, að all- ir hljóta að kenna í brjósti um hann, bæði mannvinir og dýravinir. En Þor- valdur Garðar er svo framgjam og frek- ur, að hann er hinn s.taffírugasti og hyggur á grimmar hefndir og honum fylgja nokkrir harðsnúnir íhaldsjálkar á Suðurfjörðum. Það er stand á Godda- stöðum! eins og þar stendur. Það varð úr, að sérfræðingurinn fékk ferðakostnaðinn, því að blaðið vill vita allt sem tíðindum sætir. — •—• Nokkrum dögum síðar birtist sérfræðingurinn aftur og virtist vera hinn glaðhlakkalegasti. — Gúmorin, hágöfgi! ávarpaði hann mig. — Sæll sjálfur, mikill fjandi er að sjá hvað þú lítur vel út, feitur og pattara- legur og virðist ekki Vera hið minnsta soltinn eins og venjulega. — Já, fólk er gestrisið á Vestfjörð- um, baunir og bolaspað, riklingur og súrir hrútspungar og einstaka bóndi átti brennivínslögg frá því í réttunum í haust. Hjó sýslumanninum ó Patró. — Nú skal ég stikla á stóru . . . Fyrst skellti ég mér vestur á Patró. Bæði var það að þar situr þriðji maðúrinn á í- haldslistanum, sjálfur sýslumaðurinn, og svo hafði ég hlerað, að Sigurður frá Vigur væri staddur þarna til að reyna að sætta Þorvald Garðar við örlög sín. Ég skundaði strax á fund sýslu- manns. Sýsli sat einn í skrifstofu sinni og var mjög áhyggjusamur á svipinn, en þó hinn hermannlegasti. Hann var í öllum herklæðum, í hátíðabúningi sýslumanna, skreyttur logagylltum hnöppum og borðum, með axlaskúfa og gullbúna húfuna. Til að fullkoma gerv- ið hafði hann á borðinu fyrir framan sig Halldór á Kirkjubóli við skrifborð sitt að yrkja sólm. 6 S p e g i 11 i n n

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.