Spegillinn - 01.11.1970, Síða 3
Leíéarí
Þessa dagana eiga menn von á ýmsu inn um bréfa-
lúguna - öðru en þessum klassisku víxladlkynningum
og lögtakshótunum. Keðjutœknin hefur gripið um sig í
flestum þáttum þjóðlífsins. Það fer aurakliður um gjörv-
alla þjóðarsálina. Allt lausafé almennings er hlekkjað
í eina allsherjarkeðju, sem nœr frá Grímsey til Eyja,
teygir anga sína um allt land og langt út fyrir það.
Öll sprúttviðskipti fara nú fram eftir keðjulögmálinu.
Sexlífið mun nú líka dansa í keðjum. Menn stíga varla
svo niður fœti eða veifa hendi, að þeir séu ekki hlekkj-
aðir.
Og nú hafa menn ýmsa tilburði uppi til þess að koma
kunningjum sínum í framboð. Auðvitað hlaut að koma
að því, að keðjutœkninni yrði beitt í atkvœðaveiðum.
Þessari tœkni var raunar beitt í platkjöri Ihaldsins í
Reykjavík. Allflestir uppréttir karlmenn í bœnum og
obbinn af mannbœrum dœtrum borgarinnar fengu slík
keðjubréf frá velunnurum nokkurra prófkjörskandi-
data, svo sem til dœmis þessa júristastráks, sem nú
skandalísérar mest í miðstjórnarmafiu Ihaldsins, Hörð-
ur eða hvað hann heitir. Svona keðjubréf komu einnig
frá fáeinum góðkunningjum Gunnars í Iðnrekanda, en
sú keðja mun víst hafa slitnað tiltölulega fljótt.
Hins vegar var ekkert keðjusístem í kringum framboð
Gunnars á Leiðarenda. Ekki er laust við, að ýmsum
háttsettum í herbúðum íhaldsins standi ógn af aftur-.
komu þessa pólitíska jöfurs, sem nú hefur loks ratað
út úr gjörningaþoku og útlegð. Hann leitar nú upp-
hafs síns. Sezt að í lagadeild Háskólans, þar sem hann
haslaði sér völl á unga aldri, og hyggst aftur komast á
þing, eins og þegar hann var strákur rúmlega tvítugur.
- Nú velta spámenn því fyrir sér, hvort hann reki allan
feril sinn upp á nýtt og setjist í borgarstjóraembœttið
og síðan í ráðherrastólinn, sem Magnús frá Mel hefur
nú setið um nokkra hríð við takmarkaðan orðstír.
Engum dettur í hug, að Gunnar geri þetta ótilkvaddur,
fremur en aðrir þeir kandidatar, sem nú eru sendir
fram á vígvöllinn í hinni pólitísku orustu. Þvert á móti
er flestum þröngvað í framboð. Svo sem til dœmis
honum Benna okkar Gröndal sem lét tilleiðast að fara
fram á Vesturlandi - eftir mikið dekstur og eftirtölur.
Nú er hins vegar eftir að sjá, hvort atkvœðakeðjurnar
slitna. - Og hvort þœr eru löglegar, nóta bene.
Spegillinri
4
Samvizka þjóðarinnar
Spegillinn kemur út 10 sinnum á
árinu 1970. Áskriftargjald féll
í gjalddaga í júlí sl.
í lausasölu kostar blaðið
50 krónur með söluskatti.
Ritstjóri: Jón Hjartarson
Aðalteiknari: Ragnar Lár.
Filmusetning og prentun:
Lithoprent
Afgreiðsla, áskrift:
Sími 20865, kl. 13-15
Pósthólf 594, sími 83065
5 Sjö kortéra styrjöld
Mývetninga
9—10 Smáauglýsingar
11 Brezkur miðill læknar
fótmeiðsli Hermanns
12 Ekkert og afrekið (Ijóð)
13 Meinhornið: Ólafur
Jóhannesson
15 Keðjubréfin: Við vorum
búnir að akkera okkur
í öllum keðjum
20 Vessar: Vér lútum þér
Mammon
23 Haustharmar (Ijóð)
24 Forustuerindi flutt á
þingi betlisambands
bænda
25 Úr gömlum spegli:
Veit ég það Sveinki
29 Áhugavert og listrænt
í kvikmyndum
30 Stjörnuspá