Spegillinn - 01.11.1970, Síða 7

Spegillinn - 01.11.1970, Síða 7
brek. Hann var víðlesinn í Enid Blyton. Til ferðar með honum valdist sveinstauli nokkur, sem um tíma hafði hrakizt í pólitískri baráttu með flakinu af Sósíalistafélag- inu. Settust þeir að á Skútustöðum, Steingrímur og Hafsteinn, og létu þau boð út ganga, að öll sveitin skyldi þangað koma fyrir rétt. Settu þeir rétt í björtu. En um nætur riðu þeir um sveitir, létu ferja sig út í árhólma, skriðu ofan í hella og léku sér. Þóttust þeir þá vera söguhetjur úr Ævin- týrabókum Blytons, fundu fjár- sjóði og smyglvarning. Og hvergi teygðu þeir svo hendi ofan í gjótu, að þeir rækju ekki þuml- ana í sprengjur. Upp úr spellvirkjunum hafðist lítt annað en flimtan og spé, enda Mývetningar mestu grínfantar á landinu, að eigin áliti. Sumir sögðust jú hafa heyrt sprengingu. Og eitthvað hefði verið hróflað við mannvirkjum Laxárvirkjunar, en hver það hefði gert, vissi enginn. Sá orðrómur komst á kreik, að Þingeyingar ætluðu að segja sig úr lögum við íslendinga og setja sér sjálfir lög og reglur. Komu þeir hópum saman til réttarins að Skjólbrekku og glottu framan i dómsvald sunnanmanna. Þeir jtrA/c/ru>Æ s/r hlógu að sendimönnum, sem buðu sættir. Hinn mikli vígamóður Mývetn- inga er talinn endast þeim til "srr’ár/?.e spsæ/vdu meiri átaka. Mun nú mörgum mannvirkjum hætt, bæði stíflum og kísilgúriðjum. Og ekki munu lagakrókar bíta á þeim Þingey- ingum. Vandast nú hagur Jó- hanns Hafsteins, þegar frændur hans nyrðra hafa grafið svo und- an dómsvaldinu í landinu, sjálfri kjölfestu þjóðfélagsins, að riða mun til fails í næstu sprengingu. Og menn spyrja hver annan: Hvar mun sú næsta falla ? SKRlÐC/ OFAN / HO.LA 7

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.