Spegillinn - 01.11.1970, Blaðsíða 18
fyrstunni, svo að skatturinn
kæmist ekki í það. Ég mundi
kaupa togara eða eitthvað svo-
leiðis. Alltaf verið dálítið fyrir
sjóinn.
Djöfull mundum við sigla, Siggi!
Er ekki hægt að kaupa hús
þarna á Mallorku, svona obboð-
litla villu við ströndina. Ég ætti
að hafa samband við hann Guðna
á morgun. Helvíti ættum við vel
saman við Onassis. Ég með tog-
arana og hann í olíunni.
Kelling, komdu með bland. Hel-
vítis vitleysa, nóg til af peningum.
Stattu bara við bréfalúguna,
kona!
Víxillinn fellur á morgun.
Mamma ætlar að lána mér fyrir
afborguninni. Það er aldrei hægt
að gera bisniss, sem vit er í hér
á þessu útskeri. Hvað ætli sé svo
sem hægt að græða á þessum
örfáu hræðum. Nei, ég hefði átt
að fara til Astralíu um árið. Svo
ef maður fær einhverja snjalla
ídeu, þá eru allir undireins
hlaupnir upp til handa og fóta
fyrr en varir og búnir að stela
henni.
Það er ekki einu sinni leyfilegt
að stunda heiðarleg bréfavið-
skipti fyrir helvítis pólitíinu.
Þetta er snuðrandi í einkamálum
manns sí og æ. Maður býr við
eilíft ofbeldi. Þeir komu með
lögtaksmenn og hirtu þvotta-
vélina og tóku víst sjónvarpið í
leiðinni.
Ég hefði ekki lifað þetta af, ef
blessunin hann Siggi hefði ekki
hresst upp á mig í fyrradag og
komið mér í nýtt samband. Það
er aldrei tryggt með peninga, en
viskí, sko, viskí, það svíkur ekki,
hikk.
18