Spegillinn - 01.11.1970, Síða 21

Spegillinn - 01.11.1970, Síða 21
og fari síðan í stefnu. Nú getur Grover fengið bita. Shenoy: Verst er, að Grover fékk inn- heimtulaun af þessum víxli, síðast þegar hann var framlengdur. Þá greiddi Skallagrímur 100 þúsund af honum. Væri ekki betra, að Dilip tæki þennan? Svo er ekki gerandi að afsegja hann í fyrramálið, valdsmaður, því að hann er á fyrsta degi á morgun. Við verðum þá frekar að leggja víxilinn til hliðar og segjast ekki vera búnir að afgreiða málið. Dilip: Ég er nú með Skallagrím í hend- inni út af víxlinum síðan um daginn, þar sem við ætluðum að láta hann borga helminginn. Hann borgar mér innheimtulaunin á morgun. Við skul- um heldur láta þennan til innheimtu hjá vitleysingnum niðri í bæ og láta hann borga okkur helminginn af inn- heimtulaununum. Það er öruggara að dreifa þessu dálítið. Grover: Það má bara enginn blettur á mig falla, því að mér er annt um mann- orð mitt. Þið megið ekki hlunnfara mig. Ég verð að fá minn hlut. Dilip fær alltaf meira en ég. Dilip: Þegiðu, Grover. Vertu ekki alltaf að þessu röfli. Auðvitað færð þú þinn hluta. Ekki get ég gert að því, þótt það séu fleiri framsóknarmenn hér í Koppa- vogi en íhaldsmenn. Þú manst samn- inginn. Þú innheimtir hjá íhaldsmönn- um, ég innheimti hjá framsóknar- mönnum, og Skoruvíkurlýðnum skipt- um við bróðurlega upp. Shenoy fær svo sinn hlut af innleggspeningunum. Hann er líka duglegur við að selja innleggin, búinn að selja innistæðufé sparisjóðsins minnsta kosti fimm sinn- um síðan um áramót. Svo fær Vajanga- onkar valdsmaður afsagnirnar og þing- lýsingarnar, enda höfum við afsagt 90% af öllum víxlum með einhverjum ráð- um, síðan hann kom í stjórnina, og heimtum þinglýst veð fyrir öllum víxl- um niður í 25 þúsund. Það þarf því enginn að kvarta í þessu kompaníi. Skál. Vajangaonkar: Mér finnst nú eins og Grover, að þú ættir að fara þér hægar, Dilip karlinn, þú ert nú ekki svo örugg- ur í sessi í bæjarstjórninni, hvað þá að þú hafir nokkra möguleika í prófkjör- inu. Þú lást illa í því með svikunum í sambandi við bæjarstjórann. Það er nú geymt en ekki gleymt, karlinn minn. Shenoy: Þá kemur hérna nýr víxill fyrir Málun hf., 250 þúsund. Þeir vilja fá að borga hann í þrennu lagi á níu 21

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.