Spegillinn - 01.11.1970, Síða 22
mánuðum. Hvað segiði, drengir, ha?
Þeir eru nú lítið hérna í viðskiptum,
helvítin á þeim. Gætu svo sem vel lagt
hérna inn kaupið, finnst ykkur ekki,
ha? Þetta er náttúrlega Koppavogs-
fyrirtæki, svo að við ættum kannski að
líta á það samkvæmt nýju formúlunni
okkar, ha? Á ég kannski að athuga,
hvort þeir geta skaffað innlegg, og
láta þá svo borga, helvízka, ef þeir
hafa engin ráð?
Vajangaonkar: Nei, við skulum vera
klókir og kaupa fjandans víxilinn, ef
hann er nægilega tryggður, Svo getum
við tekið þá, þegar þeir geta ekki
staðið við framlengingarnar. Bókaðu
það.
Grover: Helvíti ertu nú alltaf sniðugur,
valdsmaður. Heppnir vorum við að fá
þig inn í stjórnina. Hvað segir annars
Seðlabankaófétið núna? Erum við
sloppnir ?
Dilip: Þegiðu, Grover. Skál. Auðvitað
erum við sloppnir. Ég stjórnaði því
eins og öðru. Er þetta drasl ekki að
verða búið, Shenoy, svo að við getum
farið niður í Naustahús að éta? Ég er
orðinn glorsoltinn.
Við erum ekki eins
Sannleikurinn er sá, aS við erum
töluvert öðruvísi en aðrir.
KYNNIÐ YDUR MUNINN
í verzlun okkar strax I dag.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16
sími 35 2 00
Shenoy: Það er að vísu talsvert eftir,
en við getum bara haldið fund aftur á
morgun, ekki tapið þið á því, fáið greitt
fyrir hvern bókaðan fund. Annars
verðum við að finna einhverja fjandans
innheimtu handa Grover, svo að hann
fari ekki í fýlu. Hvað segirðu um ekkju
Gunnars járnamanns, Grover minn?
Hún getur ekki greitt upp 22 þúsund
króna víxil. Þú getur stefnt og samið
síðan um greiðslu í tvennu lagi. Þarna
er þér óhætt að taka full innheimtu-
laun og kostnað.
Grover: Það má bara enginn blettur á
mig falla, því að mér er annt um mann-
orð mitt. Þið megið ekki hlunnfara
mig. Ég verð að fá minn hlut. Mér finnst
alltaf Dilip fá miklu meira en ég. Jæja,
ég tek þá ekkjuna, en ég verð þá að fá
meira á morgun.
Vajangaonkar: Skál, drengir, við hætt-
um þá leik, þá hæst hann stendur,
eins og kerlingin sagði, og höldum til
áts. Ég hef alltaf gleymt að segja ykkur
frá látunum, sem karlandskotinn í
barnaskólanum gerði, þegar við af-
sögðum á hann um daginn. Talaði
hann ekkert við þig, Shenoy?
Shenoy : Hvort hann gerði. Þar lágum
við laglega í því. Karlfjandinn átti stór-
fé á bók, sem hann tók út og flutti út í
Útgerðarbanka. Það var ljóta útreiðin
fyrir eina afsögn á sex þúsund króna
víxli. Þú mátt ekki vera of gírugur,
valdsmaður sæll.
Vajangaonkar: Þú ert nú meiri ratinn,
Shenoy, að vita ekki, hverjir eiga fé
inni hjá okkur. Þú verður að gæta þess,
að svona lagað komi ekki fyrir. Skál.
Shenoy: Þá slít ég þessum fundi, dreng-
ir, og vona, að við verðum heilir og
hressir að vanda á fundinum á morgun.
Er allt bókað, Dilip?
Dilip: Þegiðu Grover. Ha, bókað,
hvað?
Tjaldið
r^/9 FZETTtfZlT/lKA
MOæOl/A/ /Si.rt£>S/A'S
/ /*ie>SE££lSSVE.IT
/ yÚL/ S/£>T}ST/.
22