Spegillinn - 01.11.1970, Qupperneq 24

Spegillinn - 01.11.1970, Qupperneq 24
GUNNAR HJARÐARJARMUR: FORUSTUERINDI FLUTT Á ÞINGI BETLISAMBANDS BÆNDA Sárþjáðu bændur. Fyrsta mál á dagskrá þessa þings verður að krefja Bjargráðasjóð um óaftur- kvæmt lán fyrir útför bændastéttarinn- ar. Öllum opinberum plöggum ber saman um, að hún hafi látizt úr hor harðærisvorið mikla, eftir að hafa dregið fram lífið við sult og seyru sam- fellt í sjö viðreisnarár. Allar fyrri yfir- lýsingar okkar renna og stoðum undir dánarvottorðið. Nú er aðeins eftir að fá Ingólf ráðherra til að staðfesta það. Jafnframt hlýtur það að vera sann- girniskrafa, að öll fyrri lán Bjargráða- sjóðs til bænda verði gerð óafturkvæm. Stefán Valgeirsson, þingskar okkar, mun í vetur flytja þetta erindi okkar á Alþingi og reyna á þann hátt að nú kontakti við ráðherra, þar sem honum tókst það ekki í fyrra. Megum við svo ekki fara að vænta hinnar langþráðu heymiðlunar? Það er ógerningur fyrir konur og börn að puða í þessum heyskap. Við munum fela stjórn samtakanna að leitast eftir þvi við ríkisstjórnina, hvort hún geti ekki útvegað hey frá Danmörku á niðurgreiddu verði í skiptum fyrir lambakjötið, sem aflað hefur þjóðinni stóraukinna gjaldeyristekna. Mega þeir, sem þurfa að skera niður í haust, ekki eiga von á uppeldisstyrk ? í fyrsta lagi uppeldisstyrk handa lamb- gimbrum og kvígum og í öðru lagi uppeldisstyrk til handa mæðrum, sem eiga óspjallaðar meyjar í föðurhúsum. Hinar eru komnar til Reykjavíkur. Jafnframt þarf að veita auknum íjár- hæðum til kynbóta í sveitum. Heildsalafrúr í Reykjavík kvarta undan því, að mjólkin sé dýr og smjörið. Við höfum ævinlega verið á móti verð- hækkunum. í stað þeirra krefjumst við þess, að ríkisstjórnin greiði okkur smá- skammtauppbætur fyrir hvern inn- veginn lítra af mjólk. Hagkvæmast yrði auðvitað, að við fengjum óhindr- aðir að mjólka ríkissjóð og þyrftum ekki að vera að hreyta úr þessum belj- um. Þannig væri hægt að draga stór- lega úr offramleiðslu. Smjörfjallið okkar hefur lítið hækkað, þrátt fyrir eldgosin og jarðrótið. Betur má, ef duga skal, piltar. Við munum á næsta ári leggja fram 5 milljónir úr sjóðum okkar til þess að kanna vöxt fjallsins, og bannað verður með öllu að éta af því næstu árin. Leggjum við til, að verðlagsráð landbúnaðarins taki ráðin í sínar hendur og víggirði fjallið með enn hærri verðlagsstuðlum. Við höfum lagt stolt okkar í að halda lífinu í nágrannaþjóðum okkar með kjötgjöfum. Okkur finnst sjálfsagt, að útflutningi á dilkakjöti til fátæklinga í Danmörku, Færeyjum og Bretlandi verði haldið áfram. Hins vegar hörm- um við stórlega þann misgáning af hálfu hins opinbera, að þjóðhöfðingjar skuli vera látnir leggja sér þetta til munns. Leggjum við til, að leitað verði markaða í fleiri löndum, þar sem meira er af fátæku fólki. Þingið leggur til, að rannsóknir á kali verði stórauknar og fleiri kalráðstefnur haldnar til þess að finna fieiri hliðar á kali. Kannað verði rækilega, hvort ekki sé hægt að koma á kali, þar sem það er óþekkt til þessa. Harðærisnefnd skal þakkað fyrir ýmsar góðar tillögur um harðæri. Samkvæmt ráðleggingum nefndarinnar munum við leitast eftir því við stjórn samtakanna, að hún fari þess á leit við ríkisstjórn- ina, að hún stórauki harðæri um allt land. Þingið telur, að hús stéttarinnar á Melunum í Reykjavík sé orðið allt of lítið og svari engan veginn kröfum tím- ans um aðbúnað bænda í kaupstaða- ferðum. Munum við því kanna mögu- leika á að stækka höllina um helming að minnsta kosti, svo að bændur eigi mannsæmandi húsaskjól í borginni. Þar sem afurðir okkar eru hættar að seljast, mun hús þetta ekki verða reist fyrir álögur á þær. Munum við því leggja til við stjórn samtakanna, að hún leitist eftir því við ríkisstjórnina, að hún greiði árlega í krónutölu kílóa- þyngd hvers bónda í landinu í öðru veldi í byggingarsjóð hússins. Kropp- þunginn skal mældur á lögmætum kjötvigtum. 24

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.