Spegillinn - 01.11.1970, Side 31
31 lax
á eina
SÁ sjaldgæfi atburöur gerðist11
í Laxá í Leirársveit sl. föstu-
dag, að alls veiddist 31 lax á
, eina stöng. Hinn frækni veiði-
I maður var Rafn Hafnfjörð,
offsetprentari, og veiddi hanni
alla þessa laxa á flugu á efra
svæðinu í ánni. Samanlagður
þungi fengsiná var um 200
pUnd. Aðspurður kvaðst veiði-
maðurinn ekki hafa verið til-
takanlega þreyttur eftir af-
rekið. Veiði í ánni hefur verið
góð í sumar, og hefur hún ver
ið mikið leigð útlendingum.
'aj.&i . scPr. '?o
Spegillinn til sólarlanda
Nýjung í ferðamálum.
Spegillinn býður lesendum sínum upp á algjöra nýjung í ódýrum ferðum umhverfis
hnöttinn. Farmiðaverði er stillt í hóf þannig að verð hvers miða œtti að vera í sam-
rœmi við fjárhagslega getu opinberra starfsmanna, þ. e. kr. 2.350,00.
Ferðazt verður með nýjustu tegund þvottabala. Gegn vœgu aukagjaldi verður vænt-
anlegum farþegum séð fyrir árum. Hverju farartœki fylgir prímus og fœri, svo að
farþegar geta komizt í snertingu við hið frumstœða og Ijúfa líf náttúrubarnsins
og annast fœðuöflun á ódýran en fyrsta flokks hátt.
Látið langþráðan draum yðar rœtast og bjóðið tengdamóður yðar í þessa bráð-
skemmtilegu ferð okkar.
Sunnuútsýn Spegilsins.
31