Spegillinn - 01.12.1971, Page 9
þetta skiptið hlýturðu . . . aðeins vegna
aðstöðu þinnar að hafa rangt fyrir þér
. . . sko, ég er að semja sögu, skilurðu,
semja skáldsögu, listaverk, helgafells-
bók, ódauðlegt verk þangað til eftir
jól . . . semja skáldverk samkvæmt
ströngustu stílkröfum hálærðra gagn-
rýnenda, sem lágu blindfullir á mell-
um á kostnað ríkisins og aðstandend-
anna og kölluðust lesa bókmenntir eða
annað við erlenda háskóla. . . stíllaust
samkvæmt ströngustu stílkröfum, beint
upp úr undirvitundinni eins hratt og
maður getur skrifað á svissneska ferða-
ritvél með einum fingri beint í setjar-
ann, hvað heitir að aga hæfíleika sína,
fága og slípa viðfangsefnið og allt það
. . . ég er sumsé að djöílast í því að
skrifa þetta með einum fingri . . . skapa
umhverfí, persónur, átök og stígandi
og allt það . . . að það renni eins og
æla stanzlaust úr undirvitundinni um
þennan eina fingur og ritvélina á papp-
írsörkina og síðan um prentverkið og
útgefandann ofan í gapandi gagnrýn-
endurna . . . gapandi af undrun og að-
dáun . . . sem gera þetta að fínni gjafa-
bók fyrir jólin, sem enginn les . . . sem
þiggjendurnir skipta á rnilli jóla og
nýjárs fyrir sögur um hjólgraða lækna
og hjúkrunarkonur, sem halda mey-
dómi sínum aftur í síðasta kapítula . . .
sumsagt, ég er að sernja ódauðlegt
listaverk, sem ekki fær verðlaun hjá
norðurlandaráði ... og þú . . . þú ert
ein af persónunum í því verki, skilurðu
. . . persóna, sköpuð af mér, hégóm-
leg, heimsk stelpugála með heilann á
milli læranna, nægilega snoppufríð og
laglega limuð til þess að vekja holds
fýsnareftirstöðvar frísjússaðra fegurð-
arsamkeppnisdómara og liggja með
þeim til fyrstu verðlauna . . . kynna
landið sem túristaland, þjóðina sem af-
mannaða nútímaþjóð á glæsilegan hátt
á erlendum vettvöngum á máli íþrótta-
fréttaritara - berrössuð nútímaútgáfa
af Fjallkonunni á faldbúningnum, sem
Iá með dönskum búðarlokum fyrir
klúta og frönskum duggurum fyrir kex
. . . en þú liggur með allra þjóða kvik-
indum fyrir ekki neitt undir yfirskyni
ættjarðarreklame fyrir fiskstauta og
túrisma . . . og svo gerir þú uppreisn
. . . uppreisn gegn mér, skapara þínum
. . . krefst þess að taka gang sögunnar
í þínar hendur, skrifa sjálf þína sögu,
segirðu, gera hana að manneskjulegri
heimild . . . ertu vitlaus, snarvitlaus eða
hvað . . . hvaða útgefandi heldurðu að
vilji líta við manneskjulegri heimild,
hvaða útreið heldurðu að hún fengi hjá
hinum hálærðu gagnrýnendum . . . stíl-
laus og órökræn endileysa, sem ekki á
sér neina stoð í veruleikanum, segirðu
. . . jú, satt er það, en þannig á það líka
að vera . . . klám og sóðaskapur, seg-
irðu . . . já, en það á að vera klám og
sóðaskapur, annars selst það ekki sem
jólagjafabók, og auk þess - þér ferst
að tala um slíkt með heilann á milli
fótanna . . . hvað segirðu, er heilinn
stiginn þér til höfuðs, nei, hættu nú
. . . þá ertu algerlega misheppnuð list-
sköpun, algerlega misheppnaður kven-
maður, skilurðu ... þá neyðist ég
hreint og beint til að exa yfir þig - sem
nútíma ritsnillingur á ég að sjálfsögðu
ekki strokleður . . . skilurðu hvað það
þýðir, exa þig út. . . hvað segirðu . . .
sáttatillögu . . . að þú fáir að stofna
ballett, nei, heyrðu nú . . . sovézkan
tréfótaballett . . . fyrirgefðu . . . sov-
ézkan strengballett með mangana sem
strengjakippara bak við tjöldin og ráð-
herra - já - trúða á sviðinu . . . ertu
hringlandi, sjóðandi-bandvitlaus . . .
og þig . . . þig sem berrassaða sjálf-
sölu-ímynd nútíma íjallkonu á miðju
sviði. . . þar fórstu með það . . . þar
kvaðstu upp dauðadóminn yfir sjálfri
þér . . .