Spegillinn - 01.12.1971, Page 12

Spegillinn - 01.12.1971, Page 12
hann Svavar með svörtu baugana. Ég þarf að láta hann skrifa svolítið um þessa ráðherranefnd, þegar hann kem- ur á daglega fundinn sinn hingað til mín kl. 2 í dag. Það væri kannski skyn- samlegra hjá mér að láta strákinn ekki vera að hlaupa hingað niðureftir til mín á hverjum degi. Þetta er auðvitað nokkuð áberandi. En hvern varðar um það. Ég ræð því sjálfur, hvað ég aðhefst. Ég ræð því, sem ég vil. Hvað er þjóðin? Manneskjur og bara mann- eskjur, ekkert annað og þykist vera útvöld. Heimska. Vitfirringsháttur. Út- valin er engin þjóð, bara einstakling- ar, bara Ég. Svo var það helvítis rafmagnið. Hvað á ég að gera við allt þetta rafmagn? Ofmettaður markaður af rafmagni. Eru ekki til einhver gömul húsráð við ofmettun? Rómverjar notuðu párugls- fjöður við ofmettuðum maga. Skyldi ekki vera einhver vitglóra í þessu forna ráði? Ekki kannski beint páfuglsfjöð- ur, en eitthvert eyðingartæki. Eitthvað, sem eyðir rafmagni og gerir ekkert annað. Umframorkueyðingartæki væri ágætt og þjált nafn í munni. Til upphitunar sagði ég, þegar ég komst í klípuna í þinginu. Þá lá nú við rök- þroti. Það bjargaði mér bara, að mér datt í hug tuttugastiogannar orðskvið- ur Salómons, fyrsta vers: „Gott mann- orð er dýrmætara en mikill auður, vinsæld er betra en silfur og gull.“ Þá setti ég upp heilagsandabrosiðútíann- aðmunnvikið og mér var borgið. Upp- hitunar á hverjum skollanum? Það var nú heila málið, enginn lét sér detta í hug, hvað ætti að hita upp. Nú dettur mér allt í einu í hug lausnin. Nú flýgur andinn aldeilis laus. Þetta er áreiðan- lega af því, að ég labbaði í vinnuna í morgun. Ég læt setja element á Esjuna. Risaelement á Esjuna, það er lausnin. Á sjálfan fjóshauginn, eins og þeir mundu segja hjá Framsókn. Ha, ha, ha, að mér skyldi ekki detta þetta í hug fyrr. Hita upp helvítis norðangadd- inn, sem alla ætlar að drepa, breyta honum í hitabylgju. Tvöhundruð metra hátt element eftir endilöngum skall- anum á Esjunni, hengt upp með rúss- neskum stálturnum, líka á Skarðsheið- ina og Akrafjall, seinna eftir endilöng- um Snæfellsnesfjallgarði, síðan vestur, norður og austur um land, væ, væ, gaman, gaman, næg verkefni til margra alda, endaði líklega með stórkostleg- um innflutningi á raforku, yrði að bræða Vatnajökul upp til að fá meira vatn í orkuframleiðsluna, kannski líka flytja grænlenzka borgarísjaka flug- leiðis inn í óbyggðir til að anna vatns- magnsþörfinni. Þetta var stórkostleg hugmynd. „Og á mánuði hverjum, tunglkomudaginn, og á viku hverri, hvíldardaginn, skal allt hold koma, til þess að falla fram fyrir mér, segir Drottinn." Hver, ég? Hvaða biflíutil- vitnanir eru þetta eiginlega sí og æ. Ég er ekkert orðinn betri en Svava Jak- obsdóttir. Nú og svo má nota raf- magnið til geðlækninga líka. Raflost heitir það. Það er kannski ögn mann- úðlegra að gefa andstæðingunum dá- lítið af þessu umframrafmagni, heldur en að senda vitleysingana af Kleppi mitt á meðal þeirra. Skolli sniðugt hjá mér þetta með að eyðileggja Snobb Hill. Þeir ættu ekki að láta sér detta í hug, að ég sé að reyna að eignast þarna hús fyrir lítið. Oekkí. Ég fer nú ekki að setjast að innan um löggilta vitleys- inga og ólöggilta. Annars hlýtur hver heilvita maður að sjá, að hver sá, sem ekki fylgir mér, er snarvitlaus og þarfn- ast raflosts. Samkvæmt því eru flestir íslendingar geðveikir. Þrgar ég hef komið í framkvæmd hugmyndum mín- um með elementin og sett upp stjórn- 12

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.