Spegillinn - 01.12.1971, Síða 15
hugleiðingar. Ég gæti til dæmis byrjað
á maraþonverkinu um ævi mína. Upp-
lagt að sækja sér hugmyndir til ræðu-
mannanna í Hyde Park. Hvað ætti ég
að láta bókina heita? Ekki harmsögu
ævi minnar, hvernig ég varð ráðherra.
Það er of Birkilandslegt. Undarlegur
ótti, sem sækir að mér með kvöldinu.
Skyldi það vera af því að ég sá hann
Ragnar Stefánsson í hádeginu. Alveg
er. ég sannfærður um, að þessir vinstri-
kommar og hippar í Æskulýðsfylking-
unni eiga eftir að gera mér lífið leitt.
Já, illt er að binda vináttu við illa
ræmdan. Það sannast á okkur Ragn-
ari báðum undir lokin.
Svei mér þá, ég er hættur að geta
verið einn. Ég verð að kalla í hana
öddu, áður en hún fer heim. Nú allir
farnir. Þá var nú betra að vera á Þjóð-
viljanum. Þar voru menn nú ekki roknir
heim á mínútunni. Hver er að segja,
að ég óttist að vera einn? Ekki óttast
ég þögn einverunnar. Bezt að fara að
koma sér heim líka. Skyldi mig dreyma
nokkuð í nótt? Furðuleg áletrun yfir
dyrunum hjá honum Einari Ágústs-
syni: „Þér sem gangið hér inn, gefið
upp alla von“ (Laciate ogni speranzo
voi ch'entrate). Er þetta ekki úr för
Virgils með Dante til Helvítis? Nei,
nú fer ég og legg mig. Þetta finnst mér
einum of gróft, jafnvel þótt Einar eigi
í hlut.
Gerist áskrifendur
að Speg/inum
pósthó/f 594
15