Spegillinn - 01.12.1971, Síða 19
bundinn enda á það ófremdarástand,
sem ríkt hefur í lokunarmálum, öllum
neytendum, einkum Albert, til mikils
ógagns. Undanfarna tvo mánuði hefur
skrifstofa borgarinnar eingöngu sinnt
þessu merkilega, flókna og veigamikla
viðfangsefni.
Sjálfur tel ég þetta vera hápunktinn
á glæsilegum borgarstjóraferli mínum,
merkari tímamót en hið erfiða val milli
Benz og Volvo. Reglugerðin hefur
hlotið einróma lof allra, sem til þekkja.
Enda er hér um að ræða plagg, sem að
öllu leyti er þrauthugsað.
Takið t. d. listann um þær vörur, sem
heimilt er að selja í sjoppum á kvöldin.
Þar hefur verið safnað saman á einn
stuttan lista öllum helztu skyndinauð-
synjum meðalvísitöluíjölskyldu, allt frá
bolluvöndum upp í flugelda. Við höf-
um einnig gætt þess að frumkvæði
borgarlæknis að hafa engar óhollar
vörur á boðstólum. Harðfiskur er
t. d. ekki til sölu vegna kvartana um,
að tennur brotni af áti hans. Mjólk,
skyr, smjör og ostur er náttúrlega ekki
Leyfðar sjoppuvörur
Sælgæti, súkkulaðikex alhúðað, öl
og gosdrykkir, blöð og tímarit, ís,
ískökur, íssósur, heitar pylsur, raf-
hlöður, skyndiplástur, blöðrur, flug-
eldar, saltstengur, salthnetur, öryggi,
eldspýtur, dömubindi, rakblöð, sól-
gleraugu, kort, frímerki, bolluvend-
ir, spil, greiður, hárlakk, hárkrem,
filmur, stílabækur, reiknibækur, blý-
antar, vinnuvettlingar, rakspíritus.
raksápa, sokkar, sokkabuxur, kaffi.
til sölu, því að þá færi til ónýtis mikil
fjárfesting í uppáhaldsfyrirtæki Reyk-
víkinga, Mjólkursamsölunni.
Takið eftir því, að leyft er að selja al-
húðað súkkulaðikex en ekki hálfhúðað.
Vísast í því sambandi til doktorsrit-
gerðar borgarlæknis um abnormitae
ranuncule acre erroribum, er birtist í
tímaritinu Satt. Er Reykjavík fyrsta
borgin, sem stígur þetta merka skref á
heilbrigðismálaþróunarbrautinni. í
sömu ritgerð er að finna skýringu á
því, hvers vegna selja má saltstengur en
ekki ostastengur.
í greinargerðinni er óþarfi að fara
mörgum orðum um, að við höfum í
reglugerðinni tekið tillit til álitsgerðar
trimmstjóra okkar, Sigurðar kaup-
manns og Gunnlaugs Þórðarsonar
doktorjúris. Þeir leggja til, að á kvöld-
in fari verzlun ekki fram í heitum og
loftþungum verzlunum, heldur utan
dyra, svo að tryggt sé, að neytendur
fái gott loft á skallann, þegar þeir
verzla.
Verða því að vera til staðar hér og þar
um borgina sérstakar kompur, sem
ekki mega vera stærri en 2x3 m að flat-
armáli og með einu gati, sem ekki má
vera stærra en 40x50 sm að flatar-
máli, svo að viðskiptavinir stingi höfð-
inu ekki óþarflega langt inn, hitni um
of á skallanum, andi að sér fúlu inn-
anbúðarlofti og aftrimmist þarafleið-
andi. Hins vegar var ekki tekin til
greina fyrri tillaga þeirra félaga um,
að öll verzlun færi fram á þennan holl-
ustusamlega hátt.
Neytendur hafa sumir verið að kverú-
lera um, að borgin eigi að taka upp
hagsmuni þeirra á ýmsum sviðum. Tal-
að hefur verið um, að borgin eigi að
taka af skarið um, að mjólkursala verði
heimil í almennum búðum, sem hafa
kælikistur. Hin nýja reglugerð leysir
þetta mál, því að framvegis verða venju-
legar búðir ekki opnar lengur en
mjólkurbúðir. Getur þá fólk ekki leng-
ur kverúlerað út af þessu, og má telja
það mikinn sigur í þessu baráttumáli
neytenda í mjólkursölumálunum.
Það er stefna okkar í borgarstjórrtinni,
að reglugerðir og tilskipanir verði á
öllum sviðum mannlegs lífs, svo að líf
manna geti verið í sem traustustu og
öruggustu skorðum. Fenginn hefur
verið danskur prófastur til að semja
fyrir Reykjavík aðalskipulag mannlífs
fram til 1983. Einstaklingsbundin sér-
vizka verður jafnframt að leggjast nið-
ur í því nútímaþjóðfélagi, sem við
stefnum að. Ég er fylgjandi félagslegri
lausn allra vandamála.
Geir Hallgrímsson.
19