Spegillinn - 01.12.1971, Blaðsíða 30

Spegillinn - 01.12.1971, Blaðsíða 30
YFIRLÝ SINGAR sem alltaf endurtaka sig Annó Steinöld Hellítis bjánar eru þi. Hverjum dettur í hu, að þa sé betra þetta asnaliga - hjúl—. Vi bara mótmælum þessari vitleysu Eins o þa sé ikki bitra að láta okkur draga sig á sleðum. Við viljum ikki þessi hjúl. Við banna hjúl. Heimsíélag sleðadráttarmanna. Studdarar: Fílag sleðaframleiðenda. Annó 1440 Félag vort mótmælir þeirri árás á stétt vora, sem felst í hinni bölvuðu prenttækni Gutenbergs og þeirri ískyggilegu fækkun, sem yfírvofandi yrði í stétt vorri. Mælumst vér því til, að þeir sem telja sig þurfa á skrifelsi að halda, snúi sér nú sem hing- að til til okkar með þarfír sínar. Mótmæjum vér því harðlega þessari svívirðulegu vél Guttenbergs. Handskrifarafélag Vesturálfu. Stuðningsmenn: Steinhöggvarafélag Alheimsins. Annó 1767 1836 Félag seglasaumara mótmælir harðlega ofsóknum þeim, sem það hefur orðið fyrir af hendi ófyrirleit- inna spekúlanta, sem af einskærri öfund og illgirni hafa lagt á sig mikla vinnu og erfíðleika til að klekkja á félögum vorum með heimskulegum upp- götvunum (gufuvélar, skipsskrúfur). Að gefnu tilefni vill félagið taka það fram, að upp- hafsmenn þessara hugsmíða óskuðu eftir inngöngu í félag vort, en var synjað. Félag seglasaumara. Annó 1971 Prentarafélag Grímseyjar mótmælir harðlega þeirri svívirðilegu árás á stétt sína, sem felst í hinni bölvuðu offset-prenttækni. Þessi hörmulega aftur- för prentlistarinnar hefur sem fylgifiska færri prent- ara, subbulegan frágang (að okkur finnst), leiðin- lega hraðvirkni, gerir kröfur til setjara, setjarar óþarfír (oj, bara), alltof skýrar ljósmyndir, auk þess sem hið fagra yfirbragð svart-hvítu dagblað- anna á á hættu að þoka fyrir glaumgosalegu yfír- bragði stælblaða á borð við Playboy. Megum við heldur biðja um eitthvað stabílt eins og Alþýðu- blaðið. Lýsum við því hér með yfir, að slíkar tækninýjung- ar er tilgangslaust að bera á borð fyrir okkur, fyrr en við komumst á eftirlaun. F.h. Prentarafélags Grímseyjar: Handsetjaradeild (Mjög kröftug mótmæli) (Kemur ekki til mála) (Við verðum að vera með) (Hvað yrði um okkur) (Ritskoðunardeild) fyrrverandi loftsiglinga- fræðinga hjá Háloftamígum, Félag prentsvertuinnflytjenda, Blýinnflutningsgrósserafélag íslands. Steinaldardeild Umbrotsdeild Linotypistadeild Lithoprentarar Stuðningsmenn: Félag 30

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.