Spegillinn - 01.12.1971, Qupperneq 31

Spegillinn - 01.12.1971, Qupperneq 31
SMÁAUGLÝSINGAR SPEGILSINS Spegillinn hefur ákveðið að verðlauna „smáauglýs- ingu mánaðarins". Þetta höfum við ákveðið, til þess að gefa hinum fjölmörgu „húmoristum", sem sent hafa okkur smáauglýsingar, tækifæri til auð- söfnunar. Þannig mun sérstök dómnefnd skipuð skemmtileg- ustu og illgjörnustu mönnum þjóðarinnar hverju sinni velja mánaðarlega beztu aðsendu smáauglýs- inguna. Verður sú auglýsing birt í sérstökum ramma á smáauglýsingasíðunni og höfundi síðan sendar kr. 1000,00 í pósti, ef nafn hans hefur fylgt. Menn þurfa þó ekki að hræðast að við birtum nöfn höf- unda eða uppljóstrum þeim á nokkurn hátt. Verði auglýsing verðlaunuð, þar sem höfundur hefur ekki sent okkur nafn sitt, munum við setja verðlaunin í sjóð Spegilsmanna til að mæta hinum svívirðilegu hækkunum ríkisstjórnarinnar á guða- veigum. SPEGILLINN Pósthólf 594 Reykjavík

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.