Fréttablaðið - 21.09.2009, Side 14
14 21. september 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Skáldsagan Hobbitinn kom fyrst út í Bretlandi
á þessum degi árið 1937.
Sagan er eftir rithöfundinn J.R.R. Tolki-
en. Hún fjallar um leiðangur hobbitans Bilbó
Bagga, þrettán dverga og galdrakarlsins Gand-
alfs til að endurheimta fjarsjóð nokkurn úr
höndum dreka að nafni Smeyginn.
Hobbitinn var upphaflega hugsuð sem
barnabók en náði brátt vinsældum meðal full-
orðinna og gat af sér hina víðfrægu Hringa-
dróttinssögu, sem kom út í þremur bindum
á árunum 154 til 1955: Föruneyti Hringsins,
Tveggja turna tal og Hilmir snýr aftur. Marg-
ar af persónum Hobbitans koma við sögu í
henni, þar á meðal Bilbó, Gandalf og kvikind-
ið Gollrir.
Von er á kvikmynd byggðri á Hobbitanum
úr smiðju hinna sömu og færðu Hringadrótt-
inssögu á hvíta tjaldið.
ÞETTA GERÐIST: 21. SEPTEMBER 1937
Hobbitinn kemur út
MERKISATBURÐIR
1919 Reykjanesviti skemmist
allnokkuð í jarðskjálfta.
1936 Franska herskipið L’Aud-
acieux kemur til Reykja-
víkur og kafa menn á
þess vegum niður að flaki
Pourquoi-pas?, sem lá á
níu metra dýpi við skerið
Hnokka innst í Faxaflóa.
Skipið var þá næsthrað-
skreiðasta skip heims og
gekk á 44 hnúta hraða.
1963 Eiríkur Kristófersson, fyrr-
verandi skipherra á skip-
um Landhelgisgæslunnar,
er sæmdur æðstu orðu
Breta, sem erlendir menn
geta fengið, fyrir fram-
göngu sína við björgun
breskra sjómanna.
1964 Malta fær sjálfstæði frá
Bretlandi.
STEPHEN KING FÆDDIST ÞENNAN
DAG ÁRIÐ 1947.
„Hafirðu ekki tíma til að
lesa, þá hefurðu hvorki
tíma né tæki til að skrifa.“
Rithöfundurinn Stephen King
þykir afkastamikill með eins-
dæmum en hann hefur sent
frá sér smásögur, skáldsög-
ur, framhaldssögur, ritgerðir
og kvikmyndahandrit. Meðal
verka hans má nefna Carrie,
The Green Mile, Misery og The
Shining.
„Þessi deild hefur leikið stórt hlutverk
í mínu lífi, hún hefur nánast haldið mér
gangandi,“ segir Edda Heiðrún Back-
man, sem er í forsvari fyrir landsöfn-
un fyrir endurhæfingardeildina Grens-
ás. Hápunktur söfnunarinnar verður
þriggja klukkustunda löng sjónvarps-
útsending á RÚV þar sem margir af
þekktustu skemmtikröftum landsins
koma fram og landsmenn geta lagt sitt
á vogarskálarnar. Hátt í fjögur þús-
und manns nýta sér Grensásdeildina á
hverju ári, flestir fara á dagdeildina og
margir þurfa að dveljast þar langdvöl-
um vegna erfiðra veikinda og bílslysa.
Edda segir það nánast lífsnauðsyn-
legt að stækka deildina. „Við verðum
að losa fólkið upp úr ólöglegum kytrum
og bæta allt aðgengi; það er ein lyfta
í húsinu og sundlaugarlyftan er þrjá-
tíu ára gömul. Svo er aðeins einn inn-
gangur fyrir bæði sjúkrabíla og gesti
þannig að það má ekki mikið fara úr-
skeiðis,“ segir Edda, sem hefur fallega
draumsýn um hvernig væri hægt að
gera allt umhverfið í kringum Grensás-
deildina mannúðlegra. „Draumsýnin er
sú að fjölskyldur skjólstæðinganna fái
líka sína aðstöðu, að umhverfið virki
hvetjandi en ekki letjandi fyrir þá að
koma í heimsókn. Að þarna verði sjálf-
stætt rekið mötuneyti, bókasafn, íhug-
unarherbergi eða kapella. Aðstand-
endur eru nánast hornreka og fæstir
sjúklingarnir eru á einstaklingsstof-
um. Það er því mjög erfitt fyrir fólk að
ræða viðkvæm mál eða eiga einlæga
stund,“ segir hún.
Edda segir að þrátt fyrir bága að-
stöðu sé starfsfólkið á Grensásdeild-
inni einstakt. „Þetta er starfsfólk sem
er sennilega fremst meðal jafningja í
heiminum en við verðum að hlúa betur
að því. Aðstaðan fyrir starfsfólkið er
þess eðlis að það endist ekki lengi í
starfi og við megum alls ekki við því
að missa þetta góða fólk. Þarna gerast
kraftaverk á hverjum degi,“ segir Edda
og bætir því við að það hljóti að vera
allra hagur að fólk komist sem fyrst út
í lífið á ný. „Grenás er deild sem hefur
snert nánast alla landsmenn og við
verðum að hafa hana í lagi.“
freyrgigja@frettabladid.is
EDDA HEIÐRÚN BACKMAN: SAFNAR FYRIR GRENSÁS
Þar sem kraftaverkin gerast
SAFNAR FYRIR GRENSÁS Deildin leikur stórt hlutverk í lífi Eddu Heiðrúnar en hátt í fjögur þúsund manns fara í gegnum deildina á ári hverju.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda faðir
og afi,
Jóhannes S. Sigvaldason
pípulagningameistari
Sóltúni 13,
andaðist á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 10.
september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna. Aðstandendur vilja færa starfsfólki
Droplaugarstaða þakkir fyrir einlæga umhyggju og
mikla alúð.
Kristbjörg Ólafsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
Okkar ástkæra frænka,
Birna Björnsdóttir
til heimilis að Laugarnesvegi 40, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 8. sept-
ember sl. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn
21. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknarfélög.
F.h. aðstandenda,
Sigríður Antoníusdóttir
Jón Antoníusson
Jóhann Antoníusson
Erlingur Antoníusson
Björn Benediktsson
Haraldur Benediktsson
Guðrún J. Michelsen
Anna S. Björnsdóttir
Jóhanna Björnsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Haraldur Albert
Guðlaugsson
Hraunbæ 103, Reykjavík,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn
12. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 24. september kl. 13.00.
Unnur Lilja Hermannsdóttir
Heba Gunnrún Haraldsdóttir
Una Guðlaug Haraldsdóttir Örn Sigurðsson
Haraldur Örn Arnarsson
Friðjón Arnarsson
Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
Guðrún Guðmundsdóttir
Hrafnistu í Reykjavík,
lést fimmtudaginn 17. september.
Guðmundur I. Kristófersson Ósk Davíðsdóttir
Guðríður Kristófersdóttir Hallgrímur Jónasson
Sigurður Kristófersson Hjördís Árnadóttir
Ingveldur Þ. Kristófersdóttir Helgi Már Guðjónsson
Hannes Kristófersson Guðríður Ólafsdóttir
Helgi Kristófersson Guðrún Eysteinsdóttir
Valgerður Eygló Kristófersdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, og
langafi,
Bragi Jónsson
flugvélstjóri, Strikinu 8, Garðabæ,
andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
laugardaginn 12. september. Útförin verður gerð frá
Garðakirkju miðvikudaginn 23. september kl. 13.00.
Lilja Bragadóttir Sigþór Hákonarson
Hartmann Bragason
Örn Bragason
Ásdís Bragadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
AFMÆLI
LIAM GAL-
LAGHER
söngvari 37
ára.
JÓN ARNÓR
STEFÁNSSON
körfubolta-
maður er 27
ára.