Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2009, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 21.09.2009, Qupperneq 29
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 15híbýli og viðhald ● fréttablaðið ● Til að hressa upp á lúið parket er gott að slípa það upp og lakka en þannig getur það orðið nánast eins og nýtt. Þá er líka auðvelt að lýsa það eða dekkja sé vilji til þess. Eigi útkoman hins vegar að vera til fyrir myndar er nauðsynlegt að huga vel að undirbúningnum. Í fyrstu þarf að fjarlægja allt úr því herbergi sem á að slípa, þar með talin blóm og glugga- tjöld. Ef um er að ræða gömul furugólf þarf að reka niður alla nagla eða að draga þá upp. Í rifur sem eru breiðari en tveir til þrír millimetrar þarf að fella lista en minni rifur þarf að fylla með tré- fylli. Öðrum viðgerðum á parket- inu þarf að ljúka áður en hafist er handa við slípunina. Ávallt þarf að slípa margar umferðir með mismunandi gróf- um sandpappír, grófum í fyrstu en fínum síðast. Fjöldi umferða fer eftir ástandi gólfsins og fyrri meðhöndlun. Best er að nota slípivél til verks- ins en þær má meðal annars leigja hjá Parka. Vélinni er ýtt áfram á jöfnum hraða og dregin til baka í sama farið aftur. Hún er síðan færð til annarrar hvorrar hand- ar sem nemur um tíu sentímetr- um í einu. Sé gólfið óslétt þarf að slípa í 45 gráðum en sé það slétt eru allar umferðir farnar langs- um eftir viðnum. Þegar gólfið hefur verið þrifið er það tilbúið til lökkunar. Nánari upplýsingar um vélar til verksins og sandpappírstegund- ir er að finna á www.parki.is en oftast er byrjað með sandpappír númer 60 og endað í númer 100 eða 120. - ve Parketið eins og nýtt Nýslípað parket er nánast eins og nýtt. Það færist í vöxt að fólk fái sér myndavélar kringum heimili sín í öryggisskyni. Flestir láta þó hefðbundin heimavarnar- kerfi nægja. Öryggismyndavélar kringum hús hafa verið að ryðja sér til rúms á síðustu mánuðum í auknum mæli og sumir hafa fengið sér vakt- verði, að sögn Ómars Arnar Jóns- sonar, markaðsstjóra hjá Öryggis- miðstöðinni. Fyrir því finnur líka Þorsteinn Gunnarsson, markaðs- stjóri hjá Securitas. Báðir segja þó langflesta láta hin hefðbundu heimavarnarkerfi duga. Þau geta skynjað hreyfingu, reyk, vatn, gas og rafmagnsleysi, allt eftir því hvað fólk velur og greiðir fyrir visst mánaðargjald. „Við komum með búnað, setj- um hann upp, vöktum síðan kerfið og sinnum útköllum ef með þarf,“ lýsir Ómar. „Kerfið gengur alla daga ársins, allan sólarhringinn og ef eitthvert boð berst frá því bregðumst við við og sendum ör- yggisvörð á staðinn. Hann kannar hvað er í gangi og grípur til viðeig- andi aðgerða.“ Búnaðurinn er einfaldur og tengingar yfirleitt þráðlausar í ör- yggiskerfum heimilanna. Mynda- vélarnar eru öðruvísi dæmi og mun kostnaðarsamara enda meira að umfangi. - gun Varna þjófum, vatni og eldi Kerfin skynja hreyfingu, reyk, vatn, gas og rafmagnsleysi að sögn Ómars Arnar Jónssonar, markaðsstjóra hjá Öryggis- miðstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Öryggisbúnaðurinn bregst meðal annars við hreyfingu. Við önnumst m.a.: - múrviðgerðir - þakviðgerðir - málningarvinnu - trésmíðavinnu - pípulagnir - raflagnir - flísalagnir Sími 567 6699 Sendu okkur email og við gerum þér tilboð - kristjan@vidhald.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.